Published: 2017-09-01 14:26:17 CEST
Hagar hf.
Breyting á stjórn/framkvæmdastjórn/endurskoðendum

Breyting á stjórn Haga hf.

Nýlega tók Salvör Nordal, stjórnarmaður, við embætti umboðsmanns barna. Skv. lögum er umboðsmanni barna óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf.  Af þessum ástæðum hefur Salvör sagt sig úr stjórn Haga. Úrsögnin tekur gildi frá og með deginum í dag.

 

Eftirfarandi skipa þá stjórn félagsins:

Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður

Sigurður Arnar Sigurðsson, varaformaður

Erna Gísladóttir, meðstjórnandi

Stefán Árni Auðólfsson, meðstjórnandi

 

Stjórn félagsins er ákvörðunarbær, sbr. 71. gr. laga um hlutafélög og samkvæmt samþykktum félagsins.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., í síma 530-5500.