Published: 2017-06-08 21:05:09 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Innherjaupplýsingar

Reitir kaupa atvinnusvæði í landi Blikastaða.

Samþykkt hefur verið kauptilboð Reita í atvinnulóðir úr landi Blikastaða, annars vegar í eigu LT lóða ehf. og hins vegar í eigu Arion banka hf.

Um er að ræða ca. 15 ha. byggingarland fyrir atvinnuhúsnæði á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Kaupverð er 850 milljónir kr. sem greitt er úr sjóðum félagsins. Áætlað er að byggingarmagn á svæðinu verði um 75 – 110 þúsund fm., en um langtímaverkefni er að ræða þar sem gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt á næstu 8-12 árum. Deiliskipulag liggur ekki fyrir.

Afhendingardagur verður sex mánuðum eftir gerð kaupsamnings sem skal ganga frá eigi síðar en þann 1. júlí nk. Kauptilboðið er með fyrirvara um að kaupandi sætti sig við endanlega afmörkun hins keypta lands og að seljendur gangi formlega frá öllum gögnum sem þarf til að eignayfirfærsla geti átt sér stað.

Nánari upplýsingar veitir Guðjón Auðunsson í síma 660 3320.