Icelandic
Birt: 2017-05-30 18:05:07 CEST
Reginn hf.
Reikningsskil

Árshlutareikningur Regins fyrstu 3 mánuði ársins 2017

Árshlutareikningur Regins hf. 1. janúar 2017 til 31. mars 2017 var samþykktur af stjórn þann 30. maí.

·        Rekstrartekjur námu 1.643 m.kr.

·        Vöxtur leigutekna frá fyrra ári var 9%.

·        Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var 1.020 m.kr., og jókst um 2% frá fyrra ári.

·        Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 84.086 m.kr. Matsbreyting á tímabilinu var 331 m.kr.

·        Hagnaður eftir tekjuskatt nam 620 m.kr. sem er lækkun  um 17% frá fyrra ári.

·        Handbært fé frá rekstri nam 1.066 m.kr.

·        Vaxtaberandi skuldir voru 49.259 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við 49.499 m.kr. í árslok 2016. Skuldsetning sem hlutfall af fjárfestingareignum er 59%.

·        Eiginfjárhlutfall er 35%.

·        Hagnaður á hlut fyrir tímabilið er 0,4 en var 0,52 fyrir sama tímabil í fyrra.

Félagið er skráð í Kauphöll Íslands (NASDAQ OMX Iceland hf.), fjöldi hluthafa þann 31. mars sl. voru 766.

Rekstur og afkoma

Afkoma Regins á fyrstu þremur mánuðum ársins er í samræmi við áætlanir félagsins. Rekstrartekjur námu 1.643 m.kr. og þar af námu leigutekjur 1.523 m.kr. Hækkun leigutekna frá sama tímabili fyrra árs er rúmlega 9%.

Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 1.020 m.kr. sem samsvarar um 2% hækkun samanborið við sama tímabil árið 2016. 

Áhrif þeirra miklu umbreytinga sem eru yfirstandandi í Smáralind, stærstu eign félagsins, eru nú í hámarki. Áhrifin eru tímabundið lægri tekjur og hærri rekstrarkostnaður á um fjórðungi leigjanlegra fermetra í Smáralind.

Eignasafn og efnahagur

Eignasafn Regins er fjölbreytt, með góða dreifingu og samanstendur af atvinnuhúsnæði með háu útleiguhlutfalli og traustum leigutökum. Fjöldi fasteigna í lok tímabilsins var 121 og heildarfermetrafjöldi þeirra eigna er um 314 þúsund. Útleiguhlutfall á safni Regins er um 95% miðað við þær tekjur sem 100% útleiga gæfi.

Fasteignasafn Regins er metið á gangvirði í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Safnið er metið í lok hvers uppgjörstímabils. Matsbreyting á fyrstu 3 mánuðum ársins nam 331 m.kr.

Rekstur og horfur

Fyrsti ársfjórðungurinn einkenndist af miklum umsvifum í tengslum við fjárfestingar vegna nýrra leigusamninga sem og vinnu við velheppnað skuldabréfaútboð félagsins.

Félagið lauk útboði á nýjum flokki skuldabréfa sem var gefinn út undir nýjum útgáfuramma. Tekið var tilboðum að fjárhæð 7.030 m.kr. í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 3,70%. Afrakstri skuldabréfaútboðsins var varið til endurfjármögnunar á óhagstæðari fjármögnun félagsins.

Áætlað er að Eignarhaldsfélagið Smáralind muni afhenda H&M nýtt 4.300 m2 leigurými í vesturenda Smáralind í júní en H&M hefur tilkynnt að verslunin muni opna í ágúst nk. Verslunin í Smáralind verður sú fyrsta á Íslandi og flaggskip H&M hér á landi. Miklar breytingar hafa þegar átt sér stað í Smáralind og má þar nefna opnun nýrra verslana í austurenda s.s. Hagkaup, Útilíf, Síminn, Tiger, Nova og ÁTVR.  

Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og að ekki séu vísbendingar um annað en að áætlanir félagsins standist í öllum aðalatriðum.

Kynning á félaginu

Samhliða birtingu uppgjörs boðar Reginn til opins kynningarfundar miðvikudaginn 31. maí kl. 08:30 á skrifstofu Regins í Smáralind, Hagasmára 1, 1. hæð, Kópavogi. Gengið er inn í skrifstofur Regins beint frá bílastæðahúsi við Norðurturninn. Helgi S. Gunnarsson forstjóri félagsins mun kynna afkomu fyrstu þriggja mánaða ársins 2017 og svara spurningum.

 

Skráning á kynningarfundinn fer fram í gegnum netfangið fjarfestatengsl@reginn.is.

 

Hægt er að nálgast árshlutareikning vegna fyrstu þriggja mánaða ársins og kynningargögn á www.reginn.is/fjarfestavefur

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson

Forstjóri Regins hf.

Sími: 512 8900 / 899 6262


Reginn hf. - arshlutareikningur Q1 2017 - undirritaur.pdf
Reginn hf. - Kynning Q1 2017.pdf
Reginn hf. - Tilkynning um uppgjor Q1 2017.pdf