Icelandic
Birt: 2017-05-24 16:27:59 CEST
Hagar hf.
Boðun hluthafafundar

Aðalfundur Haga hf. 7. júní 2017

Endanleg dagskrá og tillögur.

Samkvæmt samþykktum Haga hf. skal tveimur vikum fyrir aðalfund birta dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikning, skýrslu stjórnar og skýrslu endurskoðenda, auk tillagna félagsstjórnar um starfskjarastefnu.

Dagskrá og tillögur vegna aðalfundar 2017 eru óbreyttar frá fyrri tilkynningu félagsins þann 16. maí sl.

Hluthöfum er þó bent á að óski þeir eftir að fá mál sett á dagskrá eða leggja fram ályktunartillögur á fundinum þarf að beina því skriflega og í endanlegu formi til félagsstjórnar eigi síðar en 10 dögum fyrir fund (sunnudaginn 28. maí nk.) á netfangið adalfundur@hagar.is, eins og kveðið er á um í 1. og 2. mgr. 86. gr. hlutafélagalaga, sbr. lög nr. 2/1995. Kann endurskoðuð dagskrá að birtast þann dag.

Hluthöfum er einnig bent á að hægt er að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega skemmst 5 sólarhringum fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en kl. 09:00 þann 2. júní nk. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða tilkynntar eigi síðar en 2 dögum fyrir fund.

 

Stjórn Haga hf.