Published: 2017-05-08 09:37:14 CEST
Icelandair Group hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Flutningatölur apríl 2017

Í apríl flutti Icelandair 273 þúsund farþega og voru þeir 29% fleiri en í apríl á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 25% og sætanýting var 82,6% og jókst um 2 prósentustig samanborið við sama mánuði í fyrra og hefur aldrei verið hærri í apríl. Farþegar Flugfélags Íslands voru 26 þúsund í apríl og fjölgaði um 6% á milli ára. Framboð félagsins var aukið um 11% samanborið við apríl 2016. Sætanýting nam 63,3%. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 4% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 1% frá því á síðasta ári. Herbergjanýting á hótelum félagsins nam 72,9% samanborið við 74,3% í fyrra.

 

ICELANDAIR APR 17 APR 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 272.709 212.217 29% 927.572 787.179 18%
Sætanýting 82,6% 80,6% 2,0 %-stig 78,5% 79,7% -1,2 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1.004,9 802,3 25% 3.571,5 2.942,5 21%
             
FLUGFÉLAG ÍSLANDS APR 17 APR 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Fjöldi farþega 26.112 24.733 6% 97.900 91.700 7%
Sætanýting 63,3% 68,1% -4,9 %-stig 63,9% 70,7% -6,8 p%-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 15,3 13,8 11% 54,1 44,7 21%
             
LEIGUFLUG APR 17 APR 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Flugvélanýting 88,9% 100,0% -11,1 %-stig 94,4% 97,5% -3,1 %-stig
Seldir blokktímar 2.062 1.985 4% 8.194 8.158 0%
             
FRAKTFLUTNINGAR APR 17 APR 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000) 8.757 8.636 1% 33.685 35.146 -4%
             
HÓTEL APR 17 APR 16 BR. (%) ÁTÞ 17 ÁTÞ 16 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 26.910 23.550 14% 107.640 94.985 13%
Seldar gistinætur 19.608 17.486 12% 84.265 71.157 18%
Herbergjanýting 72,9% 74,3% -1,4 %-stig 78,3% 74,9% 3,4 %-stig

     

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - April 2017.pdf