Published: 2017-04-26 11:51:59 CEST
Hagar hf.
Innherjaupplýsingar

Vegna kaupa Haga hf. á Lyfju hf.

Fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar aflétt og sala Heilsu ehf. tekin til skoðunar

Þann 17. nóvember sl. tilkynntu Hagar um undirritun kaupsamnings um kaup á öllu hlutafé í Lyfju. Kaupsamningurinn var undirritaður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Það tilkynnist hér með að fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar hefur verið aflétt. Samhliða því var kaupverð lækkað um 50 milljónir króna. Enn er í gildi fyrirvari um samþykki Samkeppniseftirlitsins en vænta má niðurstöðu eftirlitsins í síðasta lagi í júlí nk.

Þá vill stjórn Haga auk þess tilkynna að ákveðið hefur verið að taka til skoðunar að selja Heilsu, dótturfélag Lyfju, gangi kaupin eftir.

  

 

Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., í síma 530-5500.