Icelandic
Birt: 2017-04-25 19:17:09 CEST
Reginn hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

Reginn hf. - Útgáfurammi og útgáfa skuldabréfa

Stjórn Regins hf. samþykkti í dag útgáfu og sölu á skuldabréfum í lokuðu útboði að fjárhæð allt að 8 ma.kr. undir nýjum útgáfuramma. Með útgáfurammanum er mynduð umgjörð utan um útgáfu félagsins á skuldabréfum og víxlum. Tilgangur útgáfurammans er að auka stuðning við þróun félagsins á markaði, endurfjármögnun á hluta núverandi skulda og að auka fjölbreytni í fjármögnun félagsins.

Samkvæmt útgáfurammanum verður heimilt að gefa út skuldabréf og víxla með mismunandi eiginleika fyrir allt að 70 ma.kr. Útgáfurammanum er lýst í grunnlýsingu sem er í samþykktarferli hjá Fjármálaeftirlitinu og er áætlað að verði birt í maí 2017.

Áformað er að selja fyrsta skuldabréfaflokkinn sem gefinn verður út undir útgáfurammanum í maí 2017, en nánari tímasetning og skilmálar sölunnar verða tilkynnt síðar. Um að ræða verðtryggð skuldabréf til 30 ára með veði í vel dreifðu safni fasteigna. Sótt verður um töku skuldabréfaflokksins til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Markaðsviðskipti Landsbankans munu hafa umsjón með sölunni og á næstu vikum mun Reginn ásamt Landsbankanum kynna fjárfestum útgáfurammann og fyrsta skuldabréfaflokkinn sem til stendur að selja.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262