Icelandic
Birt: 2017-03-31 18:06:43 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

Reitir fasteignafélag hf. hefur í dag endurnýjað samning sinn við Íslandsbanka um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af Reitum sem skráð eru á Aðallista Nasdaq á Íslandi.  Eldri samningur aðila er frá 2015.

Samningurinn er í samræmi við ákvæði 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og kveður hann á um að Íslandsbanki skuli dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi. Fjárhæð kaup- og sölutilboða, að nafnvirði, skal vera að lágmarki í samræmi við neðangreinda töflu þar sem gengi félagsins á markaði stýrir fjárhæð tilboða.

Gengi Nafnverð
65 – 70 450.000
70,1 – 75 425.000
75,1 – 85  400.000
85,1 – 90  375.000
90,1 – 105 350.000
105,1 – 120 300.000
120,1 – 140 250.000
140,1 – 175 200.000

Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu. Íslandsbanki tryggir að verðbil milli kaup- og sölutilboða sem sett eru fram í viðskiptavakt nemi að hámarki 1,5% og að frávik þeirra frá síðasta viðskiptaverði sama dags sé ekki meira en 3%.

Eigi Íslandsbanki viðskipti með bréf félagsins fyrir 200.000.000 ISK að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun („automatch“) innan dags, sem fer um veltubók Íslandsbanka (eigin viðskipti bankans), falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags.

Samningurinn er ótímabundinn og uppsegjanlegur af beggja hálfu.

Nánari upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.