Published: 2017-01-16 15:02:28 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Aðrar upplýsingar sem birtar eru í samræmi við reglur Kauphallarinnar

REITIR: Kaup á fasteignum að Laugavegi 66-70 frágengin

Reitir hafa í dag undirritað kaupsamning í samræmi við fyrri tilkynningu um kaup á fasteignum þeim sem hýsa Alda Hótel Reykjavík á Laugavegi 66-70 í Reykjavík af L66 fasteignafélagi ehf. og Fring ehf., sem sjá má hér.

Hafa allir fyrirvarar verið uppfylltir og eru fasteignirnar afhentar Reitum í dag.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.