Published: 2016-12-16 11:37:21 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Skeifan 11 seld

Reitir hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu á öllum eignarhlutum félagsins í Skeifunni 11 í Reykjavík, samtals um 1.691 fm., til Fannar-þvottaþjónustunnar ehf. Söluverð fasteignanna er 565 milljónir kr. og greiðist með reiðufé. Salan mun ekki hafa áhrif á áætlaðan rekstrarhagnað Reita þar sem eignirnar hafa ekki verið í útleigu síðan í júlí 2014, en þær skemmdust þá í bruna. Engir fyrirvarar eru gerðir í kaupsamningi og mun afhending eignanna fara fram um miðjan janúar á næsta ári.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660 3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416.