Published: 2016-11-17 20:31:09 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Sala á Skeifunni 11 ekki staðfest

Á stjórnarfundi hjá Reitum fasteignafélagi hf. í dag var tilboð um sölu á Skeifunni 11 ekki staðfest, en fyrirvari var gerður um samþykki stjórnar seljanda, sbr. áður birta tilkynningu.  

Var jafnframt ákveðið á fundinum að auglýsa umrædda eign til sölu í opnu ferli, sem gert verður á næstunni.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660 3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416.