Published: 2016-11-15 11:22:12 CET
Hagar hf.
Fyrirtækjafréttir

Tilkynning frá Högum - skuldbindandi tilboð í allt hlutafé Lyfju

Hagar hf. tilkynntu mánudaginn 7. nóvember 2016 að félagið hefði lagt fram skuldbindandi tilboð í allt hlutafé Lyfju hf.  Eigandi Lyfju hf. er Ríkissjóður Íslands.  Tilboðið var lagt fram með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins.  Félagið mun hefja viðræður um kaup á félaginu á grundvelli tilboðsins, en á þessari stundu er óljóst um niðurstöðu þeirra viðræðna og þeirra fyrirvara sem tilboðið fól í sér.