Published: 2016-11-07 09:58:29 CET
Hagar hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

Reglubundin tilkynning um kaup Haga hf. á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun.

 

Í 44. viku 2016 keyptu Hagar hf. 1.747.013 eigin hluti fyrir kr. 90.639.279 eins og hér segir:
           
Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskiptaverð Kaupverð Eigin hlutir Haga eftir viðskipti
31.10.2016 09:56 500.000 52,20 26.100.000 15.192.130
31.10.2016 09:56 739.013 52,20 38.576.479 15.931.143
1.11.2016 14:54 8.000 51,60 412.800 15.939.143
2.11.2016 11:01 500.000 51,10 25.550.000 16.439.143
Samtals   1.747.013   90.639.279  
           
           
Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem var hrint í framkvæmd 19. september 2016, sbr. tilkynningu til Kauphallar dags. 16. september 2016.
Hagar hafa nú keypt samtals 16.439.143 hluti í félaginu sem samsvarar 82,2% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 855.470.380. Hagar eiga nú samtals 1,4% af heildarhlutafé félagsins sem er 1.171.502.190.
Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 20.000.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei meiri en 1.000 milljónir króna. Áætlunin er í gildi til 7.júní 2017, eða fram að aðalfundi félagsins 2017. Framkvæmd endurkaupaáætlunar og tilkynningar um viðskipti með eigin bréf verða í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð nr. 630/2005.