English Icelandic
Birt: 2016-10-18 01:14:23 CEST
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Icelandair Group gefur út skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir USD

Icelandair Group seldi í dag óveðtryggð skuldabréf að fjárhæð 150 milljónir bandaríkjadollara til fjárfesta. Skuldabréfin eru til fimm ára og bera 3,5% vexti, ofan á þriggja mánaða LIBOR-vexti, án vaxtagólfs. Fjármagnið verður nýtt til fyrirframgreiðslna inn á nýjar flugvélar og í fjármögnun annarrar starfsemi Icelandair Group.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group:

„Þetta er fyrsta skuldabréfaútgáfa félagsins á erlendum markaði og við erum einnig eitt  fyrsta íslenska fyrirtækið, fyrir utan fjármálastofnanir, sem gefur út skuldabréf á erlendum markaði í mörg ár. Niðurstaðan er mjög ánægjuleg, ekki síst í ljósi þess að kjör í skuldabréfaútgáfunni eru þau bestu sem norrænu flugfélagi bjóðast á óveðtryggðum skuldabréfum. Jafnframt eru kjörin hagstæð ef litið er til margra alþjóðlegra flugfélaga sem við berum okkur saman við.“

Pareto Securities AB hafði umsjón með skuldabréfaútgáfunni.

 

Frekari upplýsingar:

Bogi Nils Bogason
Framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group
Netfang: bogi@icelandairgroup.is
Sími: 665 88 01