Published: 2016-10-05 14:14:58 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

Reitir selja Aðalstræti 6 og 8.

Skrifað hefur verið undir kaupsamning við Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf. um kaup hins síðarnefnda á öllum eignarhlutum félagsins í Aðalstræti 6 og 8 í Reykjavík. Miðast afhending hins selda við 1. október 2016. Kaupandi hefur leigt af félaginu hluta hins selda undir rekstur Centerhotel Plaza, en salan er gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í leigusamningi. Söluverð fasteignanna er um 2.465 milljónir kr. og greiðist með reiðufé. Til viðbótar mun fara fram uppgjör á framkvæmdakostnaði sem nemur um 200 milljónum kr. í bókum Reita. Eftir söluna og framangreint uppgjör mun áætlaður rekstrarhagnaður Reita lækka um 175 milljónir kr. á ársgrundvelli.


Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660 3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416.