Published: 2016-09-21 17:12:23 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

REITIR: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun.

Í 37. viku 2016 keypti Reitir fasteignafélag hf. 700.000 eigin hluti fyrir 64.505.000 kr. eins og hér segir: 

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskipta-verð Kaupverð     Eigin hlutir eftir viðskipti
12.9.2016 09:43 350.000 92,8 32.480.000 17.093.654
14.9.2016 14:10 350.000 91,5 32.025.000 17.443.654
Samtals   700.000   64.505.000  

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurnýjaða endurkaupaáætlun félagsins sem hófst þann 16. mars 2016, sbr. tilkynningu til Kauphallar þann 15. mars 2016, með þeirri breytingu sem tilkynnt var þann 2. september 2016.                   
                   
Reitir hafa nú keypt samtals 17.443.654 hluti í félaginu sem samsvarar 96,91% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt núgildandi áætlun. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 1.488.809.843 krónum sem samsvarar 99,25% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir. Reitir eiga nú samtals 18.846.874 hluti, eða 2,55% af heildarhlutafé félagsins.                   
                   
Samkvæmt endurkaupaáætluninni, eftir framangreinda breytingu, verða að hámarki keyptir 18.000.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 1.500 milljónir króna. Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur þegar öðru hvoru framangreindu hefur verið náð, eða á aðalfundardegi félagsins 2017. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við hlutafélagalög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð nr. 630/2005.