Published: 2016-09-02 17:55:19 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Breyting á endurkaupaáætlun

Stjórn Reita hefur samþykkt breytingu á endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um 15. mars síðastliðinn og sjá má hér.

Breytingin felur í sér að nú er áætlað að kaupa allt að 18 milljónum hluta sem jafngildir 2,43% af útgefnu hlutafé félagsins í stað kaupa á allt að 16,7 milljónum hluta áður. Áfram verða þessi mörk þó háð því skilyrði að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 1.500 milljónir kr. Áætlunin mun sem áður vera í gildi til aðalfundar ársins 2017 verði öðru hvoru framangreindra marka ekki náð fyrir þann tímapunkt. Annað í áætluninni er óbreytt.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.