Published: 2016-08-30 13:24:54 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Birting viðauka við grunnlýsingu

Reitir fasteignafélag hf. kt. 711208-0700, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík, hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsetta 6. júní 2016 sem birt var í tengslum við útgáfuramma skuldabréfa. Viðaukinn er dagsettur 30. ágúst 2016 og varðar árshlutareikning samstæðu Reita fasteignafélags hf. sem birtur var þann 18. ágúst 2016. Viðaukinn er staðfestur af Fjármálaeftirlitinu og skoðast sem hluti af grunnlýsingunni.

Viðaukinn er birtur á vefsíðu útgefanda, www.reitir.is/fjarfestar. Grunnlýsinguna og viðaukann má nálgast á vefsíðunni á gildistíma grunnlýsingarinnar og hjá útgefanda á skrifstofu félagsins í Kringlunni 4-12 í Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir:

Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, á netfanginu einar@reitir.is eða í síma 669-4416.