Published: 2016-06-28 14:06:22 CEST

Landfestar ehf.: Fundur eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum LF 14 1. Lögfræðileg álitsgerð um samrunann.

Félagið vísar til fyrri tilkynningar, dagsetta 22. júní, um fund eigenda í skuldabréfaflokknum LF 14 1 sem haldinn verður þann 29. júní n.k.

Félagið hefur látið vinna óháða lögfræðilega álitsgerð sem tekur m.a. á atriðum eins og að samruninn leiði ekki til þess að fjárhagsleg staða skuldara LF 14 1 veikist og heimildir til gjaldfellingar verði hvergi virkar í samstæðunni.

Í viðhengi má finna samantekt úr álitsgerðinni. Hægt er að nálgast álitsgerðina í heild sinni á skrifstofu Landfesta, sem er í höfuðstöðvum Eikar fasteignafélags, Álfheimum 74, 6. hæð.

Frekari upplýsingar veita:

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar fasteignafélags hf., lydur@eik.is, s. 590-2209 / 820-8980

HUG#2023518


Samantekt.pdf