Published: 2016-05-31 20:01:14 CEST
Hagar hf.
Hluthafafundir

Hagar hf. - Framboð til stjórnar á aðalfundi félagsins 3.júní 2016

 

Aðalfundur Haga hf. verður haldinn föstudaginn 3. júní 2016. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica (VOX club), Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík og hefst hann kl. 09:00.

Framboðsfrestur til stjórnar Haga hf. rann út þann 29. maí sl. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Stjórnarmenn:

  1. Erna Gísladóttir, kt. 050568-2969
  2. Kristín Friðgeirsdóttir, kt. 090871-5369
  3. Salvör Nordal, kt. 211162-5119
  4. Sigurður Arnar Sigurðsson, kt. 090164-2529
  5. Stefán Árni Auðólfsson, kt. 210772-4729

Samkvæmt samþykktum Haga hf. eiga fimm sæti í stjórn félagsins og er því sjálfkjörið. Önnur framboð bárust ekki. Er það mat stjórnar að öll framboð séu gild.

 

Erna Gísladóttir

Erna var fyrst kjörin í stjórn Haga hf. þann 1. mars 2010. Hún lauk MBA frá IESE í Barcelona og B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Erna er forstjóri og eigandi BL ehf. og er ræðismaður Suður Kóreu á Íslandi. Erna var forstjóri Bifreiða & landbúnaðarvéla hf. 2003-2008 og einn af eigendum þess félags, en hún var framkvæmdastjóri hjá B&L 1991-2003. Erna situr í stjórnum eftirtalinna félaga: EGG ehf., EGG fasteignir ehf., Eldhúsvörur ehf., BL ehf., BLIH eignarhald hf og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Erna á engin hlutabréf í Högum hf. beint. Hún er fjárhagslega tengd Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem eiga 6.888.889 hluti í Högum hf.

 

Kristín Friðgeirsdóttir

Kristín var fyrst kjörin í stjórn Haga hf. þann 11. maí 2011. Hún er Ph.D. í rekstrarverkfræði frá Stanford University, M.Sc. í rekstrarverkfræði frá Stanford University og B.Sc. í véla- og iðnaðarverk-fræði frá Háskóla Íslands. Kristín kennir við London Business School og stundar ráðgjöf, rannsóknir og kennslu á sviði ákvarðanatöku, áhættustýringar, verðlagningar og tekjustýringar. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá McKinsey, Intel, AMD, Yahoo og öðrum internet- og fjármálafyrirtækjum og kennir stjórnendum erlendra fyrirtækja ákvarðanatöku, s.s. Mars, Sanofi, Oman Oil og Lloyds. Kristín situr í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf., Distica hf. og Háskólaráðs Háskólans í Reykjavík ehf. Hvorki Kristín né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf.

 

Salvör Nordal

Salvör var fyrst kjörin í stjórn Haga hf. þann 5. júní 2014. Hún er Ph.D. í heimspeki frá Háskólanum í Calgary, M.Phil í Social Justice frá Háskólanum í Stirling og B.A. í heimspeki frá Háskóla Íslands. Salvör er forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og hefur sinnt því starfi frá árinu 2001. Salvör hefur starfað sem háskólakennari frá árinu 1998, var í vinnuhópi um siðferði og starfshætti í tengslum við Rannsóknarnefnd Alþingis um fall bankanna, formaður Stjórnlagaráðs 2011, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins 1989-1994 og framkvæmdastjóri Listahátíðar 1986. Auk þess hefur Salvör setið í Fjölmiðlanefnd frá árinu 2011 og sinnt margs konar fjölmiðla- og trúnaðarstörfum. Salvör situr í stjórn sjóðs Samtaka sparifjáreigenda, fyrir hönd samtakanna. Hvorki Salvör né aðilar henni fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf.

 

Sigurður Arnar Sigurðsson

Sigurður Arnar var fyrst kjörinn í stjórn þann 5. júní 2014. Hann er menntaður Cand. Oecon frá Háskóla Íslands. Sigurður Arnar er forstjóri eigin fyrirtækis sem sinnir ráðgjafa- og fjárfestingastarfsemi. Sigurður Arnar var áður forstjóri Húsamiðjunnar 2010-2013, forstjóri Kaupáss 2004-2006, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Byko 2000-2004 og framkvæmdastjóri Elko 1997-2000. Á árunum 1993-1996 var Sigurður Arnar eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækis í matvælaiðnaði og 1990-1993 starfaði hann við endurskoðun hjá Arthur Andersen og KPMG ehf. Sigurður Arnar situr í stjórnum Cibus ehf., Framsýnar ehf. og Metex ehf. Hvorki Sigurður Arnar né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf.

 

Stefán Árni Auðólfsson

Stefán Árni var fyrst kjörinn í stjórn Haga hf. þann 7. júní 2013. Hann er menntaður lögfræðingur (Cand. jur) frá Háskóla Íslands og er með framhaldsmenntun frá Háskólanum í Kent í Bretlandi. Stefán Árni er með réttindi sem héraðsdómslögmaður og próf í verðbréfaviðskiptum. Stefán Árni starfar sem lögmaður hjá Lögmönnum Bárugötu slf. Stefán Árni hefur áður sinnt störfum hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins 2005-2011, á Nefndasviði Alþingis 2003-2005 og hjá Fortis lögmannsstofu 1999-2005. Stefán Árni situr í stjórnum eftirtalinna félaga: Hváll ehf., Egla hf., Lögmenn Bárugötu slf., Cambridge Plaza Venture Company ehf., Cambridge Plaza Port Company ehf., Cambridge Plaza Hotel Company ehf. og Síminn hf. Hvorki Stefán Árni né aðilar honum fjárhagslega tengdir eiga hlutabréf í Högum hf.