Icelandic
Birt: 2016-05-04 11:15:34 CEST
TM hf.
Reikningsskil

Afkoma TM á fyrsta ársfjórðungi 2016

Á stjórnarfundi þann 4. maí 2016 samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2016. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi var lakari en áætlun gerði ráð fyrir og skýrist það fyrst og fremst  af lægri fjárfestingatekjum. Mikill afkomubati varð í vátryggingastarfseminni milli ára og var hún í samræmi við áætlun fjórðungsins sem er ánægjulegt að sjá. Áætlun félagsins um 2,4 ma.kr. hagnað á árinu 2016 stendur óbreytt þrátt fyrir nokkra óvissu á fjármálamörkuðum.

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs voru eftirfarandi:

  1F2016 1F2015 ∆% Á1F2016 ∆%
Eigin iðgjöld 3.328 2.938 390 13% 3.314 14 0%
Fjárfestingatekjur 409 872 -463 -53% 517 -108 -21%
Aðrar tekjur 12 11 1 8% 11 1 9%
Heildartekjur 3.750 3.821 -71 -2% 3.842 -92 -2%
Eigin tjón -2.781 -2.987 206 -7% -2.809 28 -1%
Rekstrarkostnaður -891 -803 -88 11% -889 -2 0%
Fjármagnsgjöld -76 -13 -63 - -50 -26 53%
Virðisrýrnun útlána -18 4 -22 - -3 -15 -
Heildargjöld -3.765 -3.799 34 -1% -3.750 -15 0%
Hagnaður fyrir tekjuskatt -15 22 -37 - 92 -107 -
Tekjuskattur 25 50 -25 -50%      
Hagnaður 10 72 -62 -86%      
Fjárhæðir eru í milljónum króna.            

 

Betri afkoma í flestum greinaflokkum vátrygginga

Allir greinaflokkar vátrygginga skila betri afkomu en á sama tíma í fyrra ef frá eru taldar sjótryggingar en þar bar nokkuð á meðal stórum tjónum. Slysa- og ökutækjatryggingar eru þó enn með samsett hlutfall yfir 100% en fyrsti fjórðungur ársins er að jafnaði sá tjónaþyngsti í þessum greinarflokkum vegna tíðarfars og gera áætlanir félagsins ráð fyrir því. Samsett hlutfall lækkar um 19% stig milli ára og fer úr 126% í 107%. Áætlun félagsins gerði ráð fyrir því að samsett hlutfall í vátryggingum yrði 108% á tímabilinu.

Ávöxtun fjárfestingaeigna undir væntingum í krefjandi umhverfi.

Fjárfestingartekjur námu 409 m.kr. á fjórðungnum en það jafngildir 1,6% ávöxtun fjárfestingaeigna. Afkoman var 108 m.kr. undir áætlun og skýrist af krefjandi aðstæðum á verðbréfamörkuðum. Þannig hækkaði markaðsvísitala Gamma aðeins um 1,5% á fjórðungnum og lækkun var á erlendum hlutabréfamörkuðum. Þá hafði styrking íslensku krónunnar  neikvæð áhrif á fjárfestingatekjur tímabilsins sem nemur 63 m.kr. Á fjórðungnum fór fram endurmat á óskráðum hlutabréfum og hækkuðu þau um rúmar 100 m.kr. Skýrist sú hækkun aðallega af viðskiptum með undirliggjandi hlutabréf.

A.M. Best staðfestir fjárhagslegan styrkleika TM

Þann 7. apríl síðastliðinn staðfesti matsfyrirtækið A.M. Best fjárhagslegan styrkleika TM og er einkunnin B++. Mat A.M. Best nær einnig til lánshæfis og fær TM lánshæfiseinkunnina bbb+. TM hefur frá árinu 2007 verið með styrkleikamat frá alþjóðlegum matsfyrirtækjum, eitt íslenskra tryggingafélaga.  Matið hefur þar til á síðasta ári verið framkvæmt af  Standard & Poor's en þá var tekin ákvörðun um að A.M. Best myndi einnig meta fjárhagslegan styrkleika TM enda er A.M. Best sérhæft í mati á vátryggingafélögum. Nú liggur fyrir ákvörðun um að A.M. Best muni eitt framkvæma árlegt mat á yfirstandandi ári og því gaf S&P´s út svokallaða afskráningar matseinkunn fyrir TM þann 3. maí síðast liðinn. Mat á fjárhagslegum styrkleika veitir TM tækifæri til að sækja vátryggingaviðskipti á erlenda markaði og er því mikilvægur liður í vaxtarmöguleikum félagsins.

 

Lykiltölur fyrsta ársfjórðungs voru eftirfarandi:

  1F2016 1F2015 ∆% Á1F2016 ∆%
Hagnaður á hlut (kr.) 0,01 0,10 -0,09 -90%      
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 0,4% 2,5%          
Eiginfjárhlutfall 30,4% 28,0%          
Handbært fé frá rekstri 921 766 155 20%      
Vátryggingastarfssemi              
Tjónshlutfall 83,6% 101,7% -18,1%   85% -1%  
Kostnaðarhlutfall 23,7% 24,1% -0,4%   24% 0%  
Samsett hlutfall 107,3% 125,8% -18,5%   108% -1%  
Hagnaður/tap -107 -542 435 -80% -127 20 -16%
Framlegð -240 -756 516 -68% -274 34 -12%
Fjárfestingar              
Ávöxtun fjáreigna 1,6% 3,3%     2,0%    
Hagnaður/tap 10 72 -62 -86%      

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

 

Kynningarfundur kl. 15:45 í dag.

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2016 þann 4. maí kl. 15:45. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnir Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svarar spurningum.

Árshlutareikning og afkomutilkynningu verður hægt að nálgast á vef félagsins www.tm.is. Kynning á uppgjörinu verður einnig aðgengileg á sama stað við upphaf kynningarfundar. Fylgjast má með fundinum í gegnum vefinn á slóðinni: https://global.gotomeeting.com/join/600820501

 

Fjárhagsdagatal 2016

2. ársfjórðungur: 24. ágúst 2016
3. ársfjórðungur: 27. október 2016
4. ársfjórðungur: 23. febrúar 2017

 

Nánari upplýsingar.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM

s: 515-2609

sigurður@tm.is


TM_Afkoma 1F2016_Frettatilkynning.pdf
Tryggingamistoin hf. samandreginn arshlutareikningur 31 03 2016.pdf