English Icelandic
Birt: 2016-04-28 18:03:58 CEST
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

Jákvæð EBITDA á fyrsta ársfjórðungi

  • EBITDA var jákvæð um 1,1 milljón USD en var neikvæð um 2,3 milljónir USD á síðasta ári.
  • Lágt eldsneytisverð hefur jákvæð áhrif á afkomu.
  • 21% fjölgun farþega í millilandaflugi og sætanýting góð.
  • Heildartekjur jukust um 14%
  • Eiginfjárhlutfall var 37% í lok mars.
  • Handbært fé frá rekstri var 148,8 milljónir USD samanborið við 117,7 milljónir USD árið áður.

  

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri:

„Árið fer ágætlega af stað. Fyrsti fjórðungur ársins er jafnan þungur í rekstri þar sem mikið af kostnaði er gjaldfærður á fjórðungnum sem tengist auknu umfangi á  háönn og er það því ánægjulegt að sjá að EBITDA 1. ársfjórðungs er  jákvæð í fyrsta sinn síðan árið 2010. Farþegum í millilandaflugi fjölgar mikið milli ára og sætanýting heldur áfram að batna. Þá var herbergjanýting á hótelum félagsins góð á tímabilinu. Rekstur annarrar starfsemi samstæðunnar gekk einnig vel á fjórðungnum. Launakostnaður hækkar um 25% milli ára sem skýrist af auknu umfangi, samningsbundnum launahækkunum og styrkingu krónunnar á móti bandaríkjadal.

Horfur í millilandastarfsemi Icelandair Group eru áfram góðar. Bókunarstaða fyrir sumarið er í samræmi við væntingar og mun Icelandair taka í notkun tvær Boeing 767 breiðþotur á næstu vikum. Í byrjun júní mun Canopy Reykjavík, nýtt 112 herbergja hótel, opna í miðborg Reykjavíkur í samstarfi við Hilton-keðjuna. Þá hefur Flugfélag Íslands tekið í notkun tvær af þremur Bombardier vélum sínum sem munu leysa af hólmi Fokker vélar félagsins. Fjölgun ferðamanna til Íslands er spennandi áskorun fyrir starfsfólk og stjórnendur félagsins og ljóst að það mun reyna á innviði ferðaþjónustunnar á komandi sumri. Ég er þess fullviss að reynsla og þekking starfsfólks Icelandair Group munu þar reynast félaginu dýrmæt sem fyrr.

Eldsneytisverð hefur hækkað nokkuð frá því það var lægst í janúar og gerum við ráð fyrir um 14% hærra verði, að meðaltali það sem eftir lifir árs, en við gerðum þegar við gáfum út EBITDA spá í byrjun febrúar. Kostnaðarhækkanir, sérstaklega hvað varðar laun, og lækkun meðalfargjalda umfram áætlanir vega jafnframt þungt í því að EBITDA spá félagsins lækkar nú í 235-245 milljónir USD úr 245-250 milljónum USD.“  

 

Nánari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
Sími: 896-1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group
Sími: 665-8801

 

 

 


Frettatilkynning Q12016.pdf
Icelandair Group hf 31 3 2016.pdf