Published: 2016-04-01 17:36:02 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Yfirtaka fasteignafélaga í rekstri Stefnis hefur farið fram

Með vísan til fyrri tilkynninga um kaup Reita á fasteignafélögum í rekstri Stefnis hf. tilkynnist hér með að yfirtaka umræddra félaga hefur farið fram í dag. Um er að ræða fasteignir sem telja samtals um 34.000 fermetra og eru þær Hótel Borg, Borgartún 37, Guðrúnartún 10, Laugavegur 77, Fiskislóð 11, Skúlagata 17, Síðumúli 16-18 og Faxafen 5. Fyrirhuguð kaup á Þingvallastræti 23 á Akureyri gengu ekki eftir þar sem forkaupsréttur að eigninni var nýttur af forkaupsréttarhafa.

Heildarvirði kaupanna er því samtals um 16.220 m.kr. Leigutekjur á ársgrunni nema um 1.215 m.kr. og leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 1.000 m.kr. á ársgrundvelli.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660 3320 eða Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669-4416.