Icelandic
Birt: 2016-03-22 23:59:38 CET
Hagar hf.
Fyrirtækjafréttir

Héraðsdómur dæmir Haga hf. til greiðslu skaðabóta

Dómnum verður áfrýjað

Þann 18. desember 2012 barst Högum stefna frá Kaupás ehf. þar sem félagið höfðaði mál á hendur Högum hf. til heimtu skaðabóta. Aðalkrafa var að upphæð 233.351.961 krónum auk vaxta frá janúar 2009. Varakröfur námu lægri upphæðum. Við sölu Kaupás ehf. var krafan framseld til Norvikur hf. og tók það fyrirtæki þá við rekstri málsins.

Í dag hefur Héraðsdómur Reykjaness dæmt Haga til að greiða Norvik hf. 218.726.487 krónur í skaðabætur vegna tjóns af völdum svonefnds mjólkurverðstríðs á árunum 2005-2006, auk vaxta og málskostnaðar.

Hagar hyggjast áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms til Hæstaréttar.

 

 

Nánari upplýsingar veitir Finnur Árnason, forstjóri Haga hf., í síma 530-5500.