Published: 2016-03-10 18:39:14 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Niðurstaða skuldabréfaútboðs 10. mars

Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 10. mars 2016 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í áður útgefnum og skráðum flokkum, REITIR151244 og REITIR151124. Tilgangur útboðsins er að endurfjármagna núverandi skuldir félagsins, styðja við þróun þess og auka fjölbreytni fjármögnunar.

Alls bárust tilboð í flokkana að nafnvirði 935 milljónir króna. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 350 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,20% í flokknum REITIR151124 og að nafnvirði 175 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,50% í flokknum REITIR151244. Áður hafa verið gefin út skuldabréf að nafnvirði 28.940 milljónir króna í flokknum REITIR151244 og verður heildarstærð hans því að nafnvirði 29.115 milljónir króna eftir útgáfuna. Í flokknum REITIR151124 hafa áður verið gefin út skuldabréf að nafnvirði 2.190 milljónir króna og verður heildarstærð hans því að nafnvirði 2.540 milljónir króna eftir útgáfuna.

Gjalddagi áskrifta, afhending bréfa og skráning á Aðalmarkað Nasdaq Iceland er fyrirhuguð 17. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir:
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, á netfanginu einar@reitir.is eða í síma 669 4416