Icelandic
Birt: 2016-03-08 10:10:25 CET
TM hf.
Hluthafafundir

Dagskrá aðalfundar 17. mars 2016 og breyting á tillögu stjórnar um kaup á eigin hlutum

Dagskrá.

Dagskrá aðalfundar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. sem haldinn verður fimmtudaginn 17. mars nk. kl. 16.00 í sal I á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík, verður sem hér segir:

1.    Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári.

2.    Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar.

3.    Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins.

4.    Tillögur til ákvörðunar um lækkun hlutafjár og heimild til kaupa á eigin bréfum.

5.    Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.

6.    Ákvörðun um þóknun til stjórnar.

7.    Kosning stjórnar félagsins.

8.    Önnur mál löglega fram borin.

 

Breyting á tillögu stjórnar um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti.

Stjórn félagsins hefur ákveðið að breyta tillögu sinni um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum á þann veg að tillagan einskorðist við kaup samkvæmt formlegri endurkaupaáætlun eða með því að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum.  Endanleg tillaga hljóðar því svo:

„Aðalfundur í Tryggingamiðstöðinni hf. 17. mars 2016 heimilar stjórn félagsins að kaupa á næstu 18 mánuðum hluti í félaginu þannig að það eigi allt að 10% af hlutafé þess í þeim tilgangi að lækka hlutafé félagsins.

Heimild þessi skal aðeins nýtt í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin bréfum, t.d. með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum.

Til að ná þessu markmiði með framkvæmd endurkaupaáætlunar er stjórn félagsins veitt heimild til að kaupa hluti allt að hinu tilgreinda hlutfalli, en þó aldrei fleiri en 71.035.970 hluti, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 1.500 milljónir króna. Hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut skal miða við síðustu óháðu viðskipti eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboðið, hvort sem reynist hærra. Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina skulu tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir. Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd af óháðum utanaðkomandi aðila, verðbréfafyrirtæki eða lánastofnun, sem tekur þar með allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. Heimild þessi skal gilda fram að aðalfundi félagsins 2017, en þó aldrei lengur en til 31. mars 2017. Heimildir til stjórnar félagsins til kaupa á hlutum í félaginu sem samþykktar voru á aðalfundi 12. mars 2015 og enn eru ónýttar falla hér með niður.“

Aðrar tillögur eru óbreyttar - sjá meðfylgjandi viðhengi.

Reykjavík, 8. mars 2016

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.


Dagskra og tillogur.pdf