Published: 2016-02-19 20:46:49 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Kaup á fasteignafélögum í rekstri Stefnis heimiluð af Samkeppniseftirlitinu

Í október síðastliðnum var tilkynnt um samninga Reita við eigendur fasteignasjóðanna SRE I slhf. og SRE II slhf. sem eru í rekstri Stefnis hf., um kaup Reita á tilteknum fasteignafélögum. Ákveðnir fyrirvarar, þar með talið samþykki Samkeppniseftirlitsins, voru gerðir fyrir kaupunum. Sjá nánar hér

Félaginu hefur borist ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna málsins þar sem fram að eftirlitið telji ekki forsendur til að aðhafast vegna kaupa Reita á fasteignafélögum í rekstri Stefnis.

Unnið verður að því á næstu vikum að klára frágang viðskiptanna og tilkynnt verður þegar ljóst er hvenær yfirtaka félagsins á hinu keypta fer fram.

Nánari upplýsingar veitir:
Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita fasteignafélags, í síma 660 3320 eða gudjon@reitir.is.