English Icelandic
Birt: 2016-02-25 17:00:00 CET
Icelandair Group hf.
Hluthafafundir

Aðalfundur 10. mars 2016- Endanleg dagskrá og tillögur

ICELANDAIR GROUP HF. – AÐALFUNDUR 10. MARS 2016

Haldinn á Hilton Reykjavík Nordica kl. 16:30

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár
  2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu
  3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
  4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu
  5. Kosning stjórnar félagsins
  6. Kosning endurskoðanda
  7. Tillögur um breytingar á samþykktum
  8. Heimild til að kaupa eigin hlutabréf
  9. Önnur mál löglega fram borin

 

Tillögur                                                          

  1. Ársreikningur (liður 2)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að ársreikningur fyrir árið 2015 verði samþykktur.

  1. Arður (liður 2)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að greiddur verði arður til hluthafa að fjárhæð 3.500 m.kr. í íslenskum krónum, eða 0,7 kr. á hvern hlut. Arðsréttindadagur verði 14. mars 2016 þannig að hluthafar tilgreindir í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags eiga tilkall til arðs vegna rekstrarársins 2015. Arðleysisdagur, það er sá dagur sem viðskipti hefjast með bréf félagsins án réttar til arðs vegna reikningsársins 2015, verði 11. mars 2016, næsta viðskiptadag eftir aðalfund. Útborgunardagur verði 7. apríl 2016.

  1. Þóknun til stjórnarmanna ( liður 3)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að stjórnar- og nefndarlaun verði svo: Stjórnarmenn fái 300.000 kr. á mánuði, formaður fái 600.000 kr. á mánuði, varaformaður fái 450.000 kr. á mánuði, nefndarmenn í undirnefndum fái 110.000 krónur á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar fái 250.000 krónur á mánuði og formaður starfskjaranefndar 140.000 kr. á mánuði.

  1. Starfskjarastefna (liður 4)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að meðfylgjandi starfskjarastefna, sem er óbreytt frá síðasta fundi, verði samþykkt.

  1. Endurskoðandi (liður 6)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að KPMG hf. verði endurskoðunarfyrirtæki félagsins, en að Alexander Eðvardsson og Auður Ósk Þórisdóttir muni annast endurskoðunina f.h. KPMG.

  1. Tillögur um breytingar á samþykktum (liður 7)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að eftirfarandi breytingar, sem taki þegar gildi, verði gerðar á samþykktum félagsins:

Orðin „og einungis í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun“ bætist við 3. málsl. greinar 11.1. Þá er lagt til að grein 15 (Sérákvæði um hlutafjárhækkanir og fleira) falli brott í heild sinni.

 

  1. Heimild til kaupa á eigin bréfum (liður 8)

Stjórn Icelandair Group hf. leggur til við aðalfund félagsins að félaginu verði heimilt að kaupa á næstu 18 mánuðum allt að 10% af hlutabréfum félagsins, skv. 55. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.  Ekki er heimilt að kaupa eigin hluti á hærra verði en nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Slík kaup eru þó heimil ef þau eru gerð af viðskiptavaka skv. 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti eða á grundvelli 1. tölul. 3. mgr. 115. gr. og 2. mgr. 119. gr. laga um verðbréfaviðskipti og reglugerða sem settar eru á grundvelli 118. og 131. gr. sömu laga.


Starfskjarastefna Icelandair Group hf.pdf