Icelandic
Birt: 2016-02-18 21:23:29 CET
Sjóvá-Almennar tryggingar hf.
Reikningsskil

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. - Ársuppgjör 2015

Samstæðureikningur Sjóvár fyrir árið 2015 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi þann 18. febrúar 2016.

Hermann Björnsson, forstjóri:
„Afkoma Sjóvár er góð og helgast það af mjög góðum árangri af fjárfestingarstarfsemi, sem var töluvert betri en alla jafna má vænta. Afkoma skaðatrygginga olli vonbrigðum en mikill munur var á afkomu einstakra greina.

Í uppgjöri ársins 2015 voru óefnislegar eignir í viðskiptasamböndum og hugbúnaði sem keyptar voru við stofnun félagsins afskrifaðar að fullu um 3.830 m.kr.  Afskriftin hefur engin áhrif á lykilstærðir, rekstraráætlanir, styrkleikamælikvarða eða ákvarðanir um arðgreiðslur. Gjaldþol félagsins er sterkt og hefur afskrift óefnislegra eigna ekki áhrif þar á.

Sé litið til ökutækjatrygginga þá hefur afkoma þeirra farið versnandi. Landsmenn aka meira með lækkandi bensínverði og auknum kaupmætti sem aftur hefur leitt til aukinnar tjónatíðni. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar jókst umferðin um 6,2% prósent árið 2015 sem er mesta aukning sem verið hefur síðustu ár. Þessi aukning hefur því miður leitt til mikillar fjölgunar tjóna og alvarlegra slysa í umferðinni.

Staða Sjóvár er sterk og félagið vel í stakk búið til að sinna því hlutverki að bæta tjón viðskiptavina og mæta þeim sveiflum sem óhjákvæmilega verða, hvort sem litið er til veðurfars eða stærri tjónsatburða. Af þeim sökum kann afkoma félagsins að sveiflast á stuttum tímabilum en er jafnari yfir lengra tímabil.“

Fjárfestingar

Ávöxtun eignasafna félagsins nam 3,7% á ársfjórðungnum og 15,6% á árinu 2015. Mestri ávöxtun skiluðu hlutabréf, 12,9% á fjórðungnum og 53,3% á árinu. Helsta breyting á fjárfestingarsafni félagsins á árinu var að félagið bætti við eign sína í hlutabréfum og jók hlutfall þeirra á kostnað skuldabréfa.

Breytt reikningsskilaaðferð í samræmi við Solvency II

Vegna breyttrar reikningsskilaaðferðar lækkaði vátryggingaskuld í ársbyrjun 2014 um 2.709 m.kr. og eigið fé hækkaði um 2.167 m.kr.

Tillaga um arð

Gerð er tillaga um arð sem nemur 2 kr. á hlut eða um 3.100 m.kr.

Horfur

Gert er ráð fyrir að samsett hlutfall verði á bilinu 98-100% fyrir árið 2016 og að hagnaður fyrir skatta verði á bilinu 2.000 til 2.500 m.kr.

  

Helstu niðurstöður og lykiltölur fjórða ársfjórðungs og ársins 2015

  4F 2015 4F 2014 % 2015 2014 %
Iðgjöld tímabilsins 3.490 3.464 0,8% 14.076 13.605 3,5%
Eigin iðgjöld 3.263 3.262 0,0% 13.317 12.826 3,8%
Fjárfestingatekjur 1.207 566   4.623 1.297  
Heildartekjur 4.477 3.829 16,9% 17.992 14.148 27,2%
             
Tjón tímabilsins -3.382 -2.236 51,3% -11.239 -9.354 20,2%
Eigin tjón -2.898 -2.211 31,1% -10.596 -8.932 18,6%
Rekstrarkostnaður -871 -777 12,1% -3.462 -3.485 -0,7%
Afskrift óefnislegra eigna -3.485 -114   -3.830 -472  
Heildargjöld -7.254 -3.080 135,5% -17.888 -12.889 38,8%
             
Hagnaður/Tap fyrir skatta -2.776 749   105 1.259  
Hagnaður/Tap eftir skatta -2.016 640   657 1.055  
             
Hagn. f. skatt og afskr. óefnisl. eigna 709 869   3.834 1.675  
Afkoma af vátryggingastarfsemi -385 472   191 1.342  
Afkoma af fjárfestingastarfsemi 1.094 397   3.643 333  
             
Tjónahlutfall 96,9% 64,5%   79,8% 68,8%  
Endurtryggingahlutfall -7,5% 4,5%   0,4% 2,4%  
Kostnaðarhlutfall 25,8% 23,3%   23,6% 24,8%  
Samsett hlutfall 115,2% 92,3%   103,9% 96,0%  
             
Ávöxtun eigin fjár -23,2% 14,5%   3,9% 5,9%  
Leiðrétt ávöxtun eigin fjár 15,8% 20,4%   19,9% 14,5%  
Tap/Hagnaður á hlut -1,29 0,39   0,42 0,66  
             
Efnahagstölur            
Eigið fé       16.291 20.003  
Fjárfestingaeignir á söfnunartr.       30.464 30.826  
Eiginfjárhlutfall       39,3% 45,2%  
Gjaldþolshlutfall móðurfélags       5,63  4,27   
SCR fyrir arðgreiðslu       1,86 1,88  
Áætlað SCR eftir arðgreiðslu       1,57 1,32  

  

Fjárhæðir eru í milljónum króna

 

Kynningarfundur 19. febrúar kl. 8:30

Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi og árinu 2015 föstudaginn 19. febrúar kl. 8:30 í fundarsal félagsins í Kringlunni 5, 6. hæð. Hermann Björnsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefslóðinni www.sjova.is/afkomukynningar

Aðalfundur 11. mars kl. 15:00

Aðalfundur Sjóvár verður haldinn föstudaginn 11. mars kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is

 


Sjova - Arsreikningur samstu 2015.pdf
Sjova - Frettatilkynning um afkomu 2015.pdf