Published: 2016-02-17 17:44:50 CET

Fjarskipti hf. : Sterkt ár að baki og stöðugur rekstur

Ársreikningur Fjarskipta hf. fyrir rekstrarárið 2015 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 17. febrúar 2016. Endurskoðendur félagsins hafa endurskoðað reikninginn og áritað hann fyrirvaralausri áritun. Ársreikningurinn verður lagður fyrir aðalfund félagsins til staðfestingar þann 17. mars nk.

  • Tekjaukning 4% á árinu í heild og 7% á fjórða ársfjórðungi.
  • EBITDA hagnaður ársins nam 3.237 m.kr. og eykst um 5% - EBITDA hagnaður nam 716 m.kr. á ársfjórðungnum og lækkar um 6% á milli tímabila.
  • EBITDA hlutfall ársins 23,6% og EBIT hlutfall 14,1% - EBITDA hlutfall 19,7% og EBIT hlutfall 10,5% á ársfjórðungnum.
  • Hagnaður ársins nam 1.287 m.kr. og jókst um 18% á milli ára - hagnaður á ársfjórðungnum nam 249 m.kr. sem er 9% lækkun frá sama tímabili í fyrra.
  • Framlegð ársins nam 6.434 m.kr.og jókst um 3% - framlegð á ársfjórðungnum nam 1.577 m.kr. og jókst um 2%.
  • Eiginfjárhlutfall nam 58,7%.
  • Handbært fé frá rekstri 15% hærra en á árinu 2014.


Stefán Sigurðsson, forstjóri:

"Sterkt ár er að baki hjá Vodafone með stöðugum vexti í tekjum og aukningu hagnaðar. Í ríkum mæli einkenndist árið af öflugri þróun sjónvarps- og internetþjónustu félagsins auk mikillar uppbyggingar farsímakerfa Vodafone um land allt, ekki síst háhraðaþjónustusvæðis út á miðin umhverfis landið.

Ágætur vöxtur í tekjum, af sjónvarpi, interneti og vörusölu, og aðhald á kostnaðarhliðinni skilar sér í 18% aukningu hagnaðar á árinu. Á sama tíma og vöxtur var í tekjum af farsíma í áskrift á Íslandi á árinu varð hins vegar áfram samdráttur í Færeyjum í kjölfar harðrar verðsamkeppni á færeyska markaðnum. Hækkun launa í tengslum við kjarasamninga dró úr rekstrarhagnaði á síðasta fjórðungi ársins en unnið er að því að takast á við þessa þróun með áframhaldandi sókn á markaði og hagræðingaraðgerðum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Fjarskiptageirinn er lifandi og skemmtilegur markaður sem er í mikilli þróun, ekki síst á sjónvarpsmarkaði. Þegar má sjá aukna gagnamagnsnotkun með tilkomu Netflix án þess að hafa haft áhrif á fjölda áskrifenda af sjónvarpsþjónustum félagsins. Hraður vöxtur er í fjölda áskrifenda að  Vodafone PLAY, sjónvarpsþjónustu Vodafone. Áskrifendur eru nú í kringum 8.500 talsins en meðalfjölgun áskrifenda hefur verið yfir 12% á mánuði frá því þjónustan var fyrst kynnt í maí síðastliðnum.  Framtíðin er einnig spennandi en á dögunum greindi Vodafone frá samstarfi við Gagnaveituna um sölu 1 gígabits tenginga yfir ljósleiðara sem verða í boði frá haustmánuðum. Þessar tengingar munu  til dæmis henta afar vel til dreifingar útsendinga 4K sjónvarps og annarra spennandi nýjunga sem eru í burðarliðnum á næstu misserum.

HUG#1986959


Ársreikningur 2015.pdf
Fréttatilkynning 4F og ársuppgjör 2015.pdf