English Icelandic
Birt: 2016-02-08 09:57:00 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur janúar 2016

Í janúar nam fjöldi farþega í millilandaflugi 173 þúsund og jókst um 15% miðað við janúar á síðasta ári.  Framboð í millilandaflugi var aukið um 19%. Sætanýting var 74,2% samanborið við 76,7% í janúar í fyrra. Sætanýting var mjög góð á árinu 2015 og var um met að ræða í öllum mánuðum ársins.  Ekki er gert ráð fyrir að sætanýtingin muni aukast í hverjum mánuði árið 2016 líkt og hún gerði á milli áranna 2014 og 2015.  Sætanýtingin nú er sú önnur hæsta frá upphafi í janúar.

Farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi voru um 20 þúsund í janúar og fjölgaði um 4%.  Framboð í janúar var 1% meira en í janúar á síðasta ári og sætanýting var 69,9% og jókst um 2,5 prósentustig. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 29% fleiri en í janúar á síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 11% á milli ára. Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 6% á milli ára. Herbergjanýting var 60,7% og 6,4 prósentustigum lægri en í janúar 2015.

     

MILLILANDAFLUG JAN 16 JAN 15 BR. (%)
Fjöldi farþega 173.549 150.316 15%
Sætanýting 74,2% 76,7% -2,5 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 701,0 590,3 19%
       
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG JAN 16 JAN 15 BR. (%)
Fjöldi farþega 20.385 19.637 4%
Sætanýting 69,9% 67,4% 2,5 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 9,1 9,1 1%
       
LEIGUFLUG JAN 16 JAN 15 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 87,5% 12,5 ppt
Seldir blokktímar 2.148 1.668 29%
       
FRAKTFLUTNINGAR JAN 16 JAN 15 BR. (%)
Framboðnir tonnkm. (ATK´000) 17.298 15.043 15%
Seldir tonnkm. (FTK´000) 8.630 7.755 11%
       
HÓTEL JAN 16 JAN 15 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 24.335 22.909 6%
Seldar gistinætur 14.782 15.391 -4%
Herbergjanýting 60,7% 67,2% -6,4 ppt

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010

 

 


Traffic Data - January.pdf