Icelandic
Birt: 2016-01-18 17:15:01 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Breytingar á eigin hlutum félags

REITIR: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í 2. viku 2016 keypti Reitir fasteignafélag hf. 750.000 eigin hluti fyrir 62.825.000 kr. eins og hér segir:

Dagsetning Tími Keyptir hlutir Viðskipta-verð Kaupverð     Eigin hlutir eftir viðskipti
11.1.2016 10:09 250.000 85,50 21.375.000 11.134.862
14.1.2016 13:52 250.000 83,40 20.850.000 11.384.862
15.1.2016 14:35 250.000 82,40 20.600.000 11.634.862
Samtals   750.000   62.825.000  

Er hér um að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins sem var hrint í framkvæmd 19. júní 2015, sbr. tilkynningu til Kauphallar þann 18. júní 2015.    
    
Reitir hafa nú keypt samtals 11.634.862 hluti í félaginu sem samsvarar 34,22% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt áætluninni. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals 913.250.416 krónum. Reitir eiga nú samtals 1,54% af heildarhlutafé félagsins.    
    
Samkvæmt endurkaupaáætluninni verða að hámarki keyptir 34.000.000 hlutir og fjárhæð endurkaupanna verður aldrei hærri en 2.300 milljónir króna. Framkvæmd endurkaupaáætlunar lýkur á aðalfundardegi félagsins 2016 en þó aldrei síðar en þann 29. febrúar 2016 ef kaupum samkvæmt áætluninni verður ekki lokið áður. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við hlutafélagalög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð nr. 630/2005.