Published: 2016-01-06 17:19:55 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

Flutningatölur desember 2015

Í desember flutti félagið 185 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 16% fleiri en í desember á síðasta ári. Framboðsaukning á milli ára nam 15% og sætanýting var 79,2% samanborið við 78,7% í desember 2014.

Farþegar í millilandaflugi félagsins hafa aldrei verið fleiri en á árinu 2015. Þeir voru alls 3,1 milljón og fjölgaði um 18% frá árinu 2014.  Sætanýting ársins 2015 nam 83,1% og hefur aldrei verið hærri.  Aukning frá fyrra ári var 2,7 prósentustig. 

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru tæplega 18 þúsund í desember og fækkaði um 3% á milli ára. Framboð félagsins var dregið saman um 9% samanborið við desember 2014. Sætanýting nam 70,5% og jókst um 4,2 prósentustig á milli ára. Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 10% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 7% frá því á síðasta ári. Herbergjanýting á hótelum félagsins var 60,7% samanborið við 55,8% í desember í fyrra.   

MILLILANDAFLUG DES 15 DES 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Fjöldi farþega 185.103 159.392 16% 3.072.520 2.602.939 18%
Sætanýting 79,2% 78,7% 0,5 %-stig 83,1% 80,4% 2,7 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 696,9 606,3 15% 11.083,7 9.673,3 15%
             
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG DES 15 DES 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Fjöldi farþega 17.672 18.198 -3% 296.176 292.704 1%
Sætanýting 70,5% 66,3% 4,2 %-stig 74,4% 71,8% 2,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 7,8 8,6 -9% 145,0 146,9 -1%
             
LEIGUFLUG DES 15 DES 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Flugvélanýting 100,0% 87,5% 12,5 %-stig 99,0% 87,5% 11,5 %-stig
Seldir blokktímar 1.864 1.689 10% 23.263 21.044 11%
             
FRAKTFLUTNINGAR DES 15 DES 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Framboðnir tonnkm. (ATK´000) 16.741 15.139 11% 242.252 215.012 13%
Seldir tonnkm. (FTK´000) 8.636 8.069 7% 100.497 97.935 3%
             
HÓTEL DES 15 DES 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 24.335 22.909 6% 325.941 316.773 3%
Seldar gistinætur 14.779 12.774 16% 254.842 239.522 6%
Herbergjanýting 60,7% 55,8% 4,9 %-stig 78,2% 75,6% 2,6 %-stig

    

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010


Traffic Data - December.pdf