Published: 2015-12-09 09:59:18 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

CORRECTION: REITIR: Niðurstaða skuldabréfaútboðs

Í fyrri tilkynningu frá félaginu vantaði inn tilboð sem hafa áhrif á heildareftirspurn og tekin tilboð í flokknum REITIR151244. Heildareftirspurn var því 9.650 milljónir króna, og tekin tilboð í flokknum REITIR151244 voru að nafnvirði 2.520 milljónir króna. Hér á eftir fer leiðrétt tilkynning vegna niðurstöðu útboðsins:

Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 8. desember 2015 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í áður útgefnum og skráðum flokki, REITIR151244, og í nýjum flokki, REITIR151124. Tilgangur útboðsins er að endurfjármagna núverandi skuldir félagsins, styðja við þróun þess og auka fjölbreytni fjármögnunar.

Alls bárust tilboð í flokkana að nafnvirði 9.650 milljónir króna. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.280 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,41% í flokknum REITIR151124 og að nafnvirði 2.520 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,45% í flokknum REITIR151244. Áður hafa verið gefin út skuldabréf að nafnvirði 25.550 milljónir króna í flokknum REITIR151244 og verður heildarstærð hans því að nafnvirði 27.970 milljónir króna eftir útgáfuna. Ekki hafa áður verið gefin út skuldabréf í flokknum REITIR151124 og verður heildarstærð hans því að nafnvirði 1.280 milljónir króna eftir fyrstu útgáfu.

Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins REITIR151124 á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. mun hafa umsjón með fyrirhugaðri skráningu en bankinn hafði einnig umsjón með ofangreindu útboði skuldabréfanna.

Gjalddagi áskrifta, afhending bréfa og skráning á Aðalmarkað Nasdaq Iceland er fyrirhuguð 15. desember næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir:
Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, á netfanginu einar@reitir.is eða í síma 669 4416