Published: 2015-11-23 11:42:55 CET

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2015 og kynningarfundur

Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung fimmtudaginn 26. nóvember, eftir lokun markaða.

Opinn kynningarfundur verður haldinn mánudaginn 30. nóvember 2015 klukkan 08:30 á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, mun kynna uppgjörið og fara yfir sýn stjórnenda og breytingar á fasteignamarkaðinum.  Í kjölfarið mun hann ásamt Kolbeini Friðrikssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs, svara spurningum.

Nánari upplýsingar veitir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200 / 861-3027.

HUG#1968678