Published: 2015-11-14 11:03:34 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Fjárhagsdagatal

REITIR: Birting uppgjörs 3. ársfjórðungs 2015 þann 19. nóvember 2015

Reitir fasteignafélag hf. birtir árshlutareikning fyrir þriðja ársfjórðung 2015 eftir lokun markaða fimmtudaginn 19. nóvember nk.

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið.

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 20. nóvember kl. 8.30 í sal Golfklúbbs Reykjavíkur á Grafarholtsvelli.

Kynningarefni fundarins verður birt samhliða uppgjörinu og verður aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, www.reitir.is/fjarfestar.