Published: 2015-11-12 17:33:53 CET
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Niðurstaða dómsmáls um nýtingu kaupréttar

Niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í máli varðandi nýtingu Íslandshótela hf. á kauprétti í leigusamningi við Reiti liggur nú fyrir, en samkvæmt dómi sem felldur var í dag var kaupréttur Íslandshótela hf. á fasteigninni að Aðalstræti 16 í Reykjavík talinn gildur.

Reitir hafa ákveðið að áfrýja dóminum til Hæstaréttar sem veldur töfum á mögulegu uppgjöri. Söluverð fasteignarinnar væri um 2,5 milljarðar króna og myndi greiðast með reiðufé. Myndi sala eignarinnar leiða til óverulegra áhrifa á fjárhag Reita en rekstrarhagnaður af eigninni er um 175 milljónir króna á ársgrundvelli.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660 3320 og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416.