Icelandic
Birt: 2015-11-10 14:28:30 CET
TM hf.
Fyrirtækjafréttir

Tryggingamiðstöðin - Skuldabréfaflokkurinn TM 15 1 - Viðauki

Neðangreindu ákvæði hefur að beiðni Nasdaq OMX Iceland verið bætt við útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins TM 15 1 sem gefin var út af Tryggingamiðstöðinni þann 11. september 2015.

Um er að ræða 3. mgr. liðsins „Sérstök skilyrði“ (liður 1.3.5).

Viðbæturnar eru eftirfarandi:

Til að taka af allan vafa, þá fá kröfuhafar skuldabréfa þessara greiddar frestaðar vaxtagreiðslur við formleg slit á útgefanda í sömu kröfuröð og aðrar kröfur á grundvelli skuldabréfa þessara, enda sé að öðru leyti innstæða fyrir slíkri útborgun í þrotabúi útgefanda þegar að útborgun úr þrotabúi kemur.

Þeir aðilar sem hafa skráð sig fyrir kaupum á skuldabréfum í framangreindum skuldabréfaflokki hafa þegar samþykkt að ofangreind breyting verði gerð á útgáfulýsingunni og hefur hún þegar tekið gildi. 

3. mgr. undir liðnum „Sérstök skilyrði“ er því eftir viðbæturnar svo hljóðandi:

Skylda útgefanda til greiðslu frestaðrar vaxtagreiðslu skal, þrátt fyrir framangreint, ekki vera til staðar á þeim tímapunkti ef (i) útgefandi uppfyllir ekki ákvæði laga um gjaldþol eða mun ekki uppfylla þau ákvæði í kjölfar greiðslu frestaðrar vaxtagreiðslu, eða (ii) útgefanda er skylt að fresta áfram greiðslu vaxta skuldabréfa þessara til að skuld samkvæmt skuldabréfum þessum uppfylli skilyrði laga til að mynda grunn að útreikningi gjaldþols útgefanda. Til að taka af allan vafa, þá fá kröfuhafar skuldabréfa þessara greiddar frestaðar vaxtagreiðslur við formleg slit á útgefanda í sömu kröfuröð og aðrar kröfur á grundvelli skuldabréfa þessara, enda sé að öðru leyti innstæða fyrir slíkri útborgun í þrotabúi útgefanda þegar að útborgun úr þrotabúi kemur.  

 

Meðfylgjandi er bréf Artica Finance hf. og Tryggingamiðstöðvarinnar til Nadsaq verðbréfamiðstöðvar þar sem óskað er eftir viðbótunum.


Viauki utgafulysingar skuldabrefaflokks TM 15 1.pdf