Icelandic
Birt: 2015-10-26 12:41:50 CET
Síminn hf.
Fyrirtækjafréttir

Síminn hf. - Niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í máli Símans hf. gegn íslenska ríkinu

Hinn 13. desember 2013 tilkynnti Ríkisskattstjóri um endurákvörðun opinberra gjalda Símans hf. og Skipta hf. fyrir árið 2008 á þeim grundvelli að vaxtagjöld hefðu verið offærð í skattskilum. Um væri að ræða vaxtagjöld vegna lána sem tekin höfðu verið vegna kaupa Skipta ehf. á Símanum hf. árið 2005.

Síminn hf. höfðaði dómsmál gegn íslenska ríkinu til ógildingar á þessari ákvörðun Ríkisskattstjóra með stefnu þingfestri 10. febrúar 2015.  Í dag birtist niðurstaða Héraðsdóms í málinu þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Símans hf.

Síminn hf. bakfærði á árinu 2013 vaxtagjöld að fjárhæð 22,6 milljarðar króna sem tengist ágreiningi við Ríkisskattstjóra. Með því voru að fullu leyti tekin inn neikvæð áhrif á afkomu félagsins vegna framangreinds úrskurðar á því tímabili sem var til skoðunar. Þar sem Síminn hf. hefur þegar tekið fullt tillit til úrskurðar Ríkisskattstjóra í reikningsskilum félagsins hefur dómurinn ekki áhrif á afkomu Símans hf.

Síminn hf. hefur ekki ákveðið hvort dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar.