Published: 2015-10-26 10:33:21 CET
Icelandair Group hf.
Fyrirtækjafréttir

EBITDA afkomuspá fyrir 2015 hækkuð í 210-215 milljónir USD

Samkvæmt drögum að árshlutareikningi fyrir þriðja ársfjórðung 2015 var afkoma félagsins betri á fjórðungnum en ráðgert var þegar félagið uppfærði síðast afkomuspá sína. Jafnframt hafa afkomuhorfur fyrir fjórða ársfjórðung styrkst og er uppfærð EBITDA spá félagsins 210-215 milljónir USD fyrir árið 2015.  Síðasta útgefna spá hljóðaði upp á 180-185 milljónir USD.

Samkvæmt drögunum  verður EBITDA þriðja ársfjórðungs um 150 milljón USD samanborið við um 124 milljónir USD á árinu 2014. Helstu ástæður fyrir betri afkomu á þriðja ársfjórðungi en gert hafði verið ráð fyrir eru hærri farþegatekjur  og lægri eldsneytiskostnaður, auk þess sem viðhaldskostnaður var lægri en áætlað hafði verið.

Í afkomuspá fyrir fjórða ársfjórðung gerir félagið ráð fyrir að EUR/USD krossinn verði að meðaltali 1,12.  Eldsneytisverð félagsins í október liggur þegar fyrir, en í spánni er gert ráð fyrir að verðið verði að meðaltali, án varna, 480 USD/tonn í nóvember og 550 USD/tonn í desember.

Árshlutareikningur félagsins fyrir þriðja ársfjórðung 2015 verður birtur eftir lokun markaða þann 29. október n.k. og kynningarfundur fyrir markaðsaðila verður haldinn 30. október kl. 8.30.

 

Nánari upplýsingar veita:

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
bubbi@icelandairgroup.is
896 1455

Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála
bogi@icelandairgroup.is
665 8801