Published: 2015-10-12 20:23:52 CEST

Eik fasteignafélag hf.: Sölu lokið á skuldabréfaflokki EIK 15 1

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hefur lokið sölu á nýjum skuldabréfaflokki Eikar fasteignafélags hf., EIK 15 1. Skuldabréfaflokkurinn er 3,3 ma.kr. að stærð, ber 3,3% fasta verðtryggða vexti, er til 30 ára og var hann seldur á pari. Útgáfan er liður í endurfjármögnun vaxtaberandi skulda Eikar samstæðunnar en í september 2015 greiddi félagið upp lán við LFEST1 sjóð í eigu Stefnis hf. sem bar 4,95% fasta verðtryggða vexti.

Stefnt er að skráningu skuldabréfaflokksins EIK 15 1 á Aðalmarkað Nasdaq Iceland hf. og mun Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hf. hafa umsjón með fyrirhugaðri skráningu.

 

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags hf.:

"Við erum mjög ánægð með nýja skuldabréfaútgáfu Eikar fasteignafélags hf. og er þetta ánægjulegt skref í lækkun á fjármagnskostnaði félagsins.  Hagstæðir vextir marka tímamót í fjármögnun Eikar fasteignafélags og endurspegla það traust sem fjárfestar bera til félagsins og rekstur þess."

 

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200 / 861-3027

 

Kolbeinn Friðriksson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kolbeinn@eik.is, s. 590-2200 / 781-2111.

HUG#1958367