Published: 2015-10-01 17:59:23 CEST
Reitir fasteignafélag hf.
Fyrirtækjafréttir

REITIR: Kaup og afhending Skútuvogar 3 hafa farið fram.

Þann 1. september sl. tilkynntu Reitir að félagið hefði ákveðið að ganga til samninga við Sjöstjörnuna ehf. um kaup á fasteigninni að Skútuvogi 3 í Reykjavík. Fyrirvarar þeir sem gerðir voru fyrir kaupunum hafa verið felldir niður og var í dag gengið frá kaupsamningi og afhendingu eignarinnar í samræmi við áætlanir þar um.

Um áhrif kaupanna á Reiti er vísað til þess sem fram kom í fyrri tilkynningu Reita um kaupin og sjá má hér:

https://newsclient.omxgroup.com/cdsPublic/viewDisclosure.action?disclosureId=674726&messageId=840995

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.