Icelandic
Birt: 2015-09-09 11:39:38 CEST
Síminn hf.
Niðurstöður hluthafafunda

Niðurstöður hluthafafundar Símans hf. sem haldinn var 8. september 2015

Kaupréttaráætlun var samþykkt:

·   Kaupréttaráætlun verður til þriggja ára og er byggð á heimild í skattalögum.

·   Stjórn veitt heimild þess að gefa út nýtt hlutafé að fjárhæð 510.000.000 til fimm ára vegna skuldbindinga í tengslum við kaupréttaráætlun. 

 

Breytingar á samþykktum félagsins voru samþykktar, en helstu breytingar eru:

·    Mælt fyrir að hlutabréf félagsins skuli vera gefin út rafrænt og um eigendaskipti fari eftir gildandi lögum um rafræna eignaskráningu. Einnig staðfest að hver hlutur sé ein króna og eitt atkvæði fylgi hverjum hlut (grein 4.2.). Greinar 4.5. og 5 felldar brott.

·    Staðfest að hlutaskrá skv. ákvæðum laga um rafræna eignaskráningu verðbréfa sé fullgild sönnun um eignarhald (grein 5.2.).

·    Mælt fyrir að þess skuli getið í viðauka við samþykktir hafi stjórn verið veitt heimild til þess að kaupa eigin hluti (grein 8).

·    Mælt fyrir um að boðað skuli til hluthafafundar með minnst þriggja vikna fyrirvara (grein 10.2).

·    Mælt fyrir um að boða skuli til fundar með sannlegum hætti á jafnræðisgrundvelli þannig að virk útbreiðsla upplýsinga til almennings á Evrópska efnahagssvæðinu sé trygg. Þá er tilgreint hvaða upplýsingar skuli vera tilgreindar í fundarboði að lágmarki (grein 10.3.).

·    Mælt fyrir um hvaða upplýsingar skuli vera aðgengilegar fyrir hluthafafundi og að þær upplýsingar skuli vera aðgengilegar í þrjár vikur fyrir hluthafafund (grein 10.4).

·     Staðfestur réttur hluthafa um fá að mál tekið fyrir á dagskrá og tekið fram með hvaða fyrirvara hluthafi skuli gera kröfu um að fá mál tekið fyrir á dagskrá (grein 10.5).

·    Staðfest heimild stjórnar að halda hluthafafund með rafrænum hætti (grein 10.6).

·    Mælt fyrir um heimild hluthafa til þess að greiða atkvæði rafrænt eða bréflega (grein 10.7).

·    Staðfest hvaða aðilar geta sótt hluthafafundi en tekið fram að ráðgjafi hluthafa megi taka til máls fyrir hönd hluthafans (grein 10.8).

·     Staðfest að hluthafi geti heimilað umboðsmanni að sækja hluthafafund fyrir sína hönd og fara með atkvæði hans (grein 10.9).

·     Staðfest að mál sem hafa ekki verið tekin á dagskrá sé ekki unnt að taka til úrlausnar nema með samþykki allra hluthafa en þó sé heimilt að gera ályktanir um slíkar tillögur (grein 10.10).

·     Staðfest að heimilt sé að bera upp viðauka- og breytingartillögur þótt þær hafi ekki legið fyrir fundinum (grein 10.11). 

·     Greinar 12, 14 og 15 í núgildandi samþykktum falla niður þar sem grein 10 (áður grein 11) tekur við af þeim atriðum sem þar var fjallað um.

·     Mælt fyrir að tilgreina skuli í fundarboði tillögur frá hluthöfum, ef slíkar tillögur berast og einnig hvaða gögn eigi að liggja frammi fyrir aðalfund, hluthöfum til sýnis (grein 11).

·    Mælt fyrir að hluthafar eigi rétt á skriflegri atkvæðagreiðslu nema fundarstjóri telji það óþarft (greint 12.1).

·    Mælt fyrir að ef viðunandi kynjahlutföll náist ekki skuli kosning endurtekin og boðað til nýs fundar ef hluthafafundur nær ekki að kjósa stjórn sem uppfyllir kynjahlutfall (grein 15.2).

·   Mælt fyrir um lágmarksfresti sem frambjóðendur til stjórnar hafa til þess að gera úrbætur á framboðsgögnum (grein 15.4).

·   Staðfest að grein 15.5. á við um hluthafafundi þar sem stjórn skuli vera kosin (grein 15.5). 

·   Mælt fyrir um breytingar á númerum greina og tilvísunum til greina vegna breytinga á samþykktum.

 

Ekki voru fleiri mál á dagskrá fundarins.

 

Frekari upplýsingar veitir Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, s. 550-6003.