Published: 2015-09-07 09:12:09 CEST
Icelandair Group hf.
Reikningsskil

Flutningatölur ágúst 2015

Í ágúst flutti félagið um 413 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 17% fleiri en í ágúst á síðasta ári.  Sætanýtingin var 89,2% og jókst um 3,0 prósentustig milli ára og hefur aldrei verið hærri í ágúst áður.  Framboðsaukning á milli ára nam 14%.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 33 þúsund í ágúst og fjölgaði um 3% á milli ára.  Framboð félagsins í ágúst var óbreytt samanborið við ágúst 2014. Sætanýting nam 77,5% og jókst um 3,4 prósentustig á milli ára. Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 7% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 5% frá því á síðasta ári. Fjöldi seldra gistinótta á hótelum félagsins jókst um 3% milli ára. Herbergjanýting var 88,8% samanborið við 88,3% í ágúst í fyrra.

  

MILLILANDAFLUG ÁGÚ 15 ÁGÚ 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Fjöldi farþega 412,601 353,766 17% 2,128,230 1,811,781 17%
Sætanýting 89.2% 86.2% 3.0 %-stig 84.0% 80.9% 3.1 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 1,394.7 1,223.3 14% 7,575.2 6,653.7 14%
             
INNANLANDSFLUG OG GRÆNLANDSFLUG ÁGÚ 15 ÁGÚ 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Fjöldi farþega 33,257 32,338 3% 204,730 203,373 1%
Sætanýting 77.5% 74.1% 3.4 %-stig 73.8% 71.2% 2.6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000) 20.0 20.0 0% 105.0 106.5 -1%
             
LEIGUFLUG ÁGÚ 15 ÁGÚ 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Flugvélanýting 100.0% 100.0% 0.0 %-stig 98.4% 90.9% 7.5 %-stig
Seldir blokktímar 2,087 1,958 7% 15,323 14,419 6%
             
FRAKTFLUTNINGAR ÁGÚ 15 ÁGÚ 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Framboðnir tonnkm. (ATK´000) 26,552 23,534 13% 165,076 146,099 13%
Seldir tonnkm. (FTK´000) 7,784 7,436 5% 65,244 64,540 1%
             
HÓTEL ÁGÚ 15 ÁGÚ 14 BR. (%) ÁTÞ 15 ÁTÞ 14 BR. (%)
Framboðnar gistinætur 36,800 35,850 3% 229,739 225,643 2%
Seldar gistinætur 32,693 31,647 3% 185,798 175,670 6%
Herbergjanýting 88.8% 88.3% 0.6 %-stig 80.9% 77.9% 3.0 %-stig

 

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010

 

 

 

 


Traffic Data - August.pdf