Icelandic
Birt: 2015-08-28 17:29:25 CEST
Byggðastofnun
Reikningsskil

Byggðastofnun - Árshlutauppgjör janúar - júní 2015

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2015, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 27. ágúst 2015.

Hagnaður tímabilsins nam 36,5 milljónum króna.  Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 21,38% en var 20,2% í lok árs 2014.

Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000.  Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu.  Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra.  Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins. Beinar aðgerðir skv. 2. og 3. mgr. einskorðast við samþykkt stuðningssvæði á gildandi byggðakorti af Íslandi sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur samþykkt fyrir tiltekið tímabil.

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar – júní 2015

  • Hagnaður tímabilsins nam 36,5 milljónum króna.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 21,38% en skal að lágmarki vera 8%
  • Hreinar vaxtatekjur voru 220,8 milljónir króna eða 48,9% af vaxtatekjum, samanborið við 172,7 milljónir króna (41,6% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á sama tímabili 2014.
  • Laun og annar rekstrarkostnaður nam 128,3 milljónum króna samanborið við 124,8 milljónir á sama tímabili 2014.
  • Eignir námu 13.393 milljónum króna og hafa lækkað um 524,4 milljónir frá áramótum.  Þar af voru útlán og fullnustueignir 10.688 milljónir.
  • Skuldir námu 10.704 milljónum króna og lækkuðu um 560,9 milljónir frá áramótum.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 16,5 milljónum króna.

Um árshlutauppgjörið

Hagnaður tímabilsins nam 36,5 milljónum króna.  Skýrist hagnaður tímabilsins fyrst og fremst á lægri framlögum á afskriftarreikning útlána og matsbreytingu hlutabréfa. 

Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var 21,38% í lok tímabilsins.

Horfur

Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl fyrirtækja og einstaklinga á landsbyggðinni.

Umsóknir um nýjar lánveitingar jukust á tímabilinu og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu á lánveitingum á árinu 2015 og 2016.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is

 

Lykiltölur

  30.06.2015 31.12.2014 30.06.2014 2013 30.06.2013 2012
  Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr. Þús. kr.
Rekstrarreikningur            
Vaxtatekjur 451.645 813.793 414.984 998.367 527.278 1.239.328
Vaxtagjöld 230.862 414.371 242.244 561.002 305.975 645.570
Hreinar vaxtatekjur 220.784 399.422 172.741 437.365 221.303 593.758
Rekstrartekjur 179.502 448.940 213.706 559.846 295.416 193.296
Hreinar rekstrartekjur 400.285 848.362 386.446 997.211 516.719 787.054
             
Rekstrargjöld 363.794 499.145 311.139 808.294 332.476 939.827
Hagnaður (-tap) 36.491 349.217 75.307 188.917 184.243 -152.773
             
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning            
útlána og matsbreyting hlutabréfa -4.301 -117.243 -13.380 50.960 -79.661 444.940
             
Efnahagsreikningur 30.06.2015 31.12.2014 30.06.2014 31.12.2013 30.06.2013 31.12.2012
Eignir            
Sjóður og kröfur á lánastofnanir 1.664.478 2.062.688 2.393.656 2.421.208 2.455.461 2.213.327
Útlán 10.688.090 10.821.632 11.086.999 11.570.492 12.551.315 13.421.549
Eignahlutir í félögum 966.761 902.395 910.838 809.599 758.165 763.001
Aðrar eignir 73.209 130.216 114.779 71.009 81.680 340.102
Eignir samtals 13.392.538 13.916.931 14.506.272 14.872.307 15.846.621 16.737.980
             
Skuldir og eigið fé            
Lántökur 10.549.834 11.161.775 11.962.190 12.458.421 13.313.677 14.549.688
Aðrar skuldir 154.557 103.500 166.336 111.448 235.180 74.769
Skuldir samtals 10.704.392 11.265.275 12.128.526 12.569.868 13.548.857 14.624.458
             
Eigið fé 2.688.147 2.651.656 2.377.746 2.302.439 2.297.765 2.113.522
Skuldir og eigið fé samtals 13.392.538 13.916.931 14.506.272 14.872.307 15.846.621 16.737.980
             
Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings 16.450 18.807 20.360 22.552 70.956 216.398
             
Sjóðstreymi 30.06.2015 2014 30.06.2014 2013 30.06.2013 2012
Handbært fé frá rekstri 38.940 556.712 224.716 787.953 394.668 638.876
Fjárfestingarhreyfingar 212.022 569.609 257.989 324.400 200.071 617.252
Fjármögnunarhreyfingar -649.171 -1.484.841 -510.256 -904.473 -352.606 1.507.030
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé -398.210 -358.520 -27.551 207.880 242.134 -250.903
Handbært fé í ársbyrjun 2.062.688 2.421.208 2.421.208 2.213.327 2.213.327 2.464.230
Handbært fé í lok tímabils 1.664.478 2.062.688 2.393.656 2.421.208 2.455.461 2.213.327
             
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki 21,38% 20,20% 16,36% 16,00% 14,92% 12,55%

 


Byggastofnun Arshlutauppgjor 30.06.2015 - final.pdf
Frettatilkynning v arshlutauppgjors 2015.pdf