English Icelandic
Birt: 2015-08-27 15:43:01 CEST
Landsvirkjun
Reikningsskil

Sex mánaða uppgjör Landsvirkjunar

  • Eiginfjárhlutfall 42,2%
     
  • Hagnaður tímabilsins 63,9 milljónir USD Helstu atriði árshlutareiknings

 

 

  • Rekstrartekjur námu 215,7 milljónum USD (28,7 ma.kr.) sem er 6,2% hækkun frá sama tímabili árið áður.1

 

  • EBITDA nam 169,3 milljónum USD (22,5 ma.kr.). EBITDA hlutfall er 78,5% af tekjum, en var 76,2% á sama tímabili í fyrra.

 

  • Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 80,0 milljónum USD (10,6 ma.kr.), en var 54,4 milljónir USD á sama tímabili árið áður og hækkar því um 47,1% milli tímabila.

 

  • Hagnaður tímabilsins var 63,9 milljónir USD (8,5 ma.kr.) en var 34,5 milljónir USD á sama tímabili árið áður.

 

  • Nettó skuldir lækkuðu um 171,9 milljónir USD (22,9 ma.kr.) frá áramótum og voru í lok júní 2.018,6 milljónir USD (268,5 ma.kr.).

 

  • Handbært fé frá rekstri nam 146,4 milljónum USD (19,5 ma.kr.) sem er 28,2% hækkun frá sama tímabili árið áður.

 

Hörður Arnarson, forstjóri:

„Reksturinn gekk almennt vel á fyrri helmingi ársins og sterkt sjóðstreymi gerði okkur kleift að halda áfram að lækka nettó skuldir Landsvirkjunar, en þær lækkuðu um 23 milljarða króna á tímabilinu.

Ýmis jákvæð teikn má lesa úr árshlutareikningnum núna þegar rekstrarárið er hálfnað. Lykilkennitölur styrkjast, eiginfjárhlutfall er 42,2% miðað við 39,9% um áramótin og skuldsetning samstæðunnar mæld á móti rekstrarhagnaði fyrir afskriftir lækkar úr 6,6 í 5,8. Á fyrri helmingi ársins urðu þau jákvæðu tíðindi að öllum fyrirvörum var aflétt í raforkusölusamningi við PCC BakkiSilicon hf. Þá hófust framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar á tímabilinu.

Mikil eftirspurn er eftir raforku á Íslandi, frá fjölbreyttum iðnaði sem er tilbúinn að greiða hærra verð en áður. Landsvirkjun stefnir á að nýta öll þau tækifæri sem fyrirtækið hefur til aukinnar orkuvinnslu, til að mæta þessari áhugaverðu eftirspurn.

Blikur eru þó á lofti í ytra umhverfi þegar litið er til skemmri tíma. Álverð hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum, sem hefur neikvæð áhrif á tekjur Landsvirkjunar. Þá hefur köld tíð valdið því að innrennsli í lón Landsvirkjunar hefur verið með minnsta móti í sumar.“


Arshlutareikningur jan-juni 2015.pdf
Frettatilkynning.pdf