Icelandic

Þessi tilkynning hefur verið leiðrétt. Smelltu hér til að skoða leiðrétta tilkynningu

Birt: 2015-08-26 19:34:01 CEST
Brim hf.
Reikningsskil

Uppgjör HB Granda hf. á öðrum ársfjórðungi 2015

  • Rekstrartekjur samstæðunnar á öðrum ársfjórðungi voru 57,1 m€ og 110,4 m€ á fyrri árshelmingi (2F 2014: 45,3 m€, 1H 2014: 87,3 m€)
  • EBITDA nam 9,9 m€ á öðrum ársfjórðungi og 31,3 m€ á fyrri árshelmingi (2F 2014: 9,5 m€, 1H 2014: 18,7 m€)
  • Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 4,9 m€ og á fyrri árshelmingi 10,6 m€ (2F 2014: 4,9 m€, 1H 2014: 10,6 m€)
  • Handbært fé frá rekstri nam 18,2 m€ á fyrri árshelmingi (1H 2014: 5,8 m€)
  • Birgðir aukast um 13,4 m€ frá áramótum og liggur meginskýringin í árstíðasveiflum.
  • Innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands hefur mikil áhrif á markaðsstarf félagsins og starfsemi þess, sérstaklega á Vopnafirði gangi það að fullu eftir.  Um 17% tekna félagsins komu frá rússneskum aðilum árið 2014.  Erfitt er að meta fjárhagsleg áhrif þessa á HB Granda hf en gróflega áætlað munu tekjur félagsins lækka um u.þ.b. 10-15 milljónir evra á ársgrundvelli.  Árið 2014 námu tekjur félagsins 215 milljónum evra. Félagið á nú um 3,2 milljónir evra í útistandandi kröfum í Rússlandi.

Rekstur fyrstu sex mánaða ársins 2015

Rekstrartekjur HB Granda hf. á fyrri helmingi ársins 2015 námu 110,4 m€, samanborið við 87,3 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 31,3 m€ eða 28,3% af rekstrartekjum, en var 18,7 m€ eða 21,4% árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 0,02 m€, en voru neikvæð um 1,3 m€ á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 3,0 m€, en voru jákvæð um 1,8 m€ árið áður.  Helstu skýringar neikvæðrar afkomu hlutdeildarfélagsins Deris eru erfiðleikar í laxeldi í Síle.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 26,5 m€ og hagnaður tímabilsins var 22,0 m€.  

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 391,2 m€ í lok júní 2015. Þar af voru fastafjármunir 296,9 m€ og veltufjármunir 94,3 m€.  Eigið fé nam 222,3 m€ og eiginfjárhlutfall í lok júní var 56,8%, en var 59,7% í lok árs 2014. Heildarskuldir félagsins voru í júnílok 169,0 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 18,2 m€ á tímabilinu, en nam 5,8 m€ á sama tíma fyrra árs.  Fjárfestingarhreyfingar námu 27,8 m€, þar af nam fjárfesting vegna nýrra skipa 16,1 m€.  Fjármögnunarhreyfingar námu 6,6 m€ og var lántaka umfram afborganir langtímalána 4,6 m€.  Handbært fé lækkaði því um 16,2 m€ og var í lok júní 8,6 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrri helming ársins 2015 (1 evra = 148,64 kr) verða tekjur 16,4 milljarðar króna, EBITDA 4,6 milljarður og hagnaður 3,3 milljarðar.  Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2015 (1 evra = 146,84 kr) eru eignir samtals 57,4 milljarðar króna, skuldir 24,8 milljarðar og eigið fé 32,6 milljarðar.

Skipastóll og afli

Venus NS 150 kom til landsins lok maí og hefur skipið staðist allar væntingar.  Skipið er fyrsta skipið af fimm sem samið hefur verið um smíði á við tyrknesku skipasmíðastöðina Celiktrans Deniz Insaat Ltd.

Á fyrri árshelmingi ársins 2015 var afli skipa félagsins 24 þúsund tonn af botnfiski og 88 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Kynningarfundur þann 27. ágúst 2015

Opinn kynningarfundur um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi verður haldinn fimmtudaginn 27. ágúst klukkan 08:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri mun kynna uppgjörið og svara spurningum.   

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningur var samþykktur á stjórnarfundi HB Granda hf. 26. ágúst 2015.  Árshlutauppgjör HB Granda hf. er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards).  Árshlutauppgjörið hefur verið kannað af endurskoðendum félagsins.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri, sími 858-1007.

 

 


Afkoma HB Granda hf 2F2015.pdf
HB Grandi Arshlutareikn 30.06.2015.pdf