Published: 2015-08-24 19:52:23 CEST

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs annars ársfjórðungs 2015 og kynningarfundur

Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung mánudaginn 31. ágúst 2015.

Opinn kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 1. september 2015 klukkan 08:30 á 20. hæð í Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi.

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, mun kynna uppgjörið og svara spurningum ásamt Kolbeini Friðrikssyni, framkvæmdastjóra fjármálasviðs.

Nánari upplýsingar veitir Kolbeinn Friðriksson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, kolbeinn@eik.is, s. 5902200 / 7812111.

HUG#1947279