Icelandic
Birt: 2015-08-24 19:25:32 CEST
TM hf.
Reikningsskil

Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi 2015 nam 481 milljón króna.

Á stjórnarfundi 24. ágúst 2015 samþykkti stjórn og forstjóri TM uppgjör félagsins vegna fyrri árshelmings 2015. Árshlutareikningurinn hefur verið kannaður en ekki endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Rekstur TM á öðrum ársfjórðungi gekk vel. Hagnaður tímabilsins var 53% meiri en á öðrum fjórðungi á síðasta ári. Ójafnvægis gætir þó enn á milli starfsþátta vátrygginga og fjárfestinga. Fjárfestingatekjur á tímabilinu tvöfaldast milli ára á meðan vátryggingastarfssemin var heldur lakari þar sem samsett hlutfall hækkar úr 95% í 98%.“

Helstu tölur vegna annars árfsfjórðungs og fyrri árshelmings 2015 voru eftirfarandi:

  2F 2015 2F 2014 Breyting 1H 2015 1H 2014 Breyting
Eigin iðgjöld        3.114                 2.923     7% 6.052 5.571 9%
Fjárfestingatekjur             616                     331     86% 1.489 1.053 41%
Aðrar tekjur              9             9     0% 20 57 -65%
Heildartekjur       3.739             3.263     15% 7.560 6.682 13%
Eigin tjón -2.338 -2.109 11% -5.324 -4.037 32%
Rekstrarkostnaður -802 -761 5% -1.605 -1.539 4%
Fjármagnsgjöld -59 -16 269% -72 -31 132%
Virðisrýrnun útlána               9    -3 -400% 13 27 -52%
Heildargjöld -3.189 -2.889 10% -6.989 -5.580 25%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 550 374 47% 572 1.102 -48%
Tekjuskattur -68 -60 13% -18 -87 -79%
Hagnaður 481 314 53% 554 1.015 -45%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Tvö stærri tjónamál höfðu neikvæð áhrif á annars góðan fjórðung Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Fjórðungurinn var í ágætu samræmi við áætlanir ef frá eru talin tvö stærri mál í sjótryggingum. Eftir gríðarlega hækkun á tjónakostnaði á fyrsta fjórðungi þar sem tjónakostnaður hækkaði um 55% á milli ára, var hækkun tjónakostnaðar milli ára á öðrum fjórðungi 11%. Á sama tíma hækkuðu iðgjöld um 7%. Langtímamarkmið félagsins um 95% samsett hlutfall í lok hvers árs standa óbreytt en 98% samsett hlutfall á fjórðungnum er ásættanlegt í ljósi þeirrar neikvæðu þróunar sem var á á fyrsta ársfjórðungi þegar samsett hlutfall var 126%.

Afkoma af fjárfestingum yfir áætlun.

Afkoma fjárfestinga var góð á fjórðungnum og yfir áætlun þrátt fyrir talsverð neikvæð gjaldeyrisáhrif. Góða afkomu fjórðungsins má meðal annars rekja til hækkana á innlendum hlutabréfamarkaði auk jákvæðrar afkomu fasteignatengdra fjárfestinga. Talsverðar hreyfingar voru á eignasafninu á fjórðungnum vegna arðgreiðslu og útgáfu víkjandi skuldabréfs.

Lykiltölur vegna annars ársfjórðungs og fyrri árshelmings 2015 voru eftirfarandi:

  2F 2015 2F 2014 Breyting 1H 2015 1H 2014 Breyting
Hagnaður á hlut (kr.) 0,65 0,42   0,75 1,34  
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 20% 10%   9% 16%  
Eiginfjárhlutfall 31% 41%   31% 41%  
Handbært fé frá rekstri 506 268 89% 1.272 1.241 3%
Vátryggingastarfssemi            
Tjónshlutfall 75% 72%   88% 73%  
Kostnaðarhlutfall 23% 23%   24% 24%  
Samsett hlutfall 98% 95%   112% 97%  
Hagnaður/tap 259 272 -5% -283 344 -182%
Framlegð 60 147 -59% -696 186 -474%
Fjárfestingar            
Ávöxtun fjáreigna 2,3% 1,1%   5,6% 4,1%  
Hagnaður/tap 291 102 185% 855 758 13%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Uppfærð áætlun vegna ársins 2015 gerir ráð fyrir 2,1 milljarða hagnaði

Rekstraráætlun fyrir árið 2015 var endurskoðuð við lok annars ársfjórðungs þar sem ljóst þótti að áætlun um 95% samsett hlutfall í vátryggingarstarfsemi myndi ekki ganga eftir. Samhliða því var áætlun fyrir fjárfestingar uppfærð enda hefur sá starfsþáttur gengið mun betur en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að hagnaður ársins fyrir tekjuskatt lækki um rúm 5% og verði tæplega 2,1 milljarður í stað rúmlega 2,2 milljarða kr. Tekjur aukast um 7% en gjöld um rúm 9%. Áætlun gerir ráð fyrir að samsett hlutfall hækki úr 95% í 104% og munar þar mestu um einstaklega tjónaþungan fyrsta ársfjórðung. Hækkun á öðrum rekstrarkostnaði skýrist af hækkun umboðslauna vegna mikillar aukningar í sölu á líf- og heilsutryggingum og hækkunar á vaxtagjöldum.

  Endurskoðuð áætlun Eldri áætlun Breyting
2015 2015
Eigin iðgjöld 12.243 12.243 0%
Fjármunatekjur 3.026 2.004 51%
Aðrar tekjur 86 86 0%
Heildartekjur 15.355 14.333 7%
Eigin tjón -9.990 -9.060 10%
Annar rekstrarkostnaður -3.280 -3.164 4%
Heildargjöld -13.268 -12.128 9%
Hagnaður fyrir tekjuskatt 2.087 2.205 -5%

Fjárhæðir eru í milljónum króna

Nýtt skipulag styrkir stoðir áhættuverðlagningar og þjónustu

Stjórn TM hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjórnar um nýtt skipulag félagsins (sjá viðhengi). Nýtt skipulag hefur það að markmiði að efla áhættuverðlagningu og þjónustu við viðskiptavini. Breytingin felur einnig í sér einföldun á skipulagi þar sem sviðum fækkar um eitt og eru nú fimm í stað sex áður. Framkvæmdastjórn félagsins er óbreytt en hana skipa forstjóri og framkvæmdastjórar sviðanna. Nýja skipulagið mun taka gildi 1. september næstkomandi. 

Hækkun á fjárhagslegri styrkleikaeinkunn TM hjá S&P

Þann 17. júlí síðast liðinn hækkað matsfyrirtækið Standard & Poor’s (S&P) fjárhagslega styrkleikaeinkunn sína fyrir TM úr BBB- í BBB með stöðugum horfum. Það var gert í kjölfar hækkunar á lánshæfismati íslenska ríkisins en matseinkunn TM er sú sama og S&P hefur veitt langtímaskuldbindingum ríkisins. TM hefur frá árinu 2007 verið með styrkleikamat frá S&P, eitt íslenskra tryggingafélaga.  Matið veitir TM tækifæri til að sækja vátryggingaviðskipti á erlenda markaði og er því mikilvægur liður í vaxtarmöguleikum félagsins.

Kynningarfundur

TM býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi þann 25. ágúst kl. 8:30. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24. 4. hæð. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Kynningin verður aðgengileg í fréttakerfi Kauphallar og á vef félagsins að fundi loknum.

Mögulegt verður að fylgjast með beinni útsendingu af fundinum á vefnum á slóðinni:

https://global.gotomeeting.com/join/532375365

Fjárhagsdagatal

  • Uppgjör 3. ársfjórðungs verður birt 29. október 2015
  • Uppgjör 4. ársfjórðungs verður birt 18. febrúar 2016
  • Aðalfundur TM 2015 verður haldinn 12. mars 2016

Nánari upplýsingar

Sigurður Viðarsson forstjóri

s: 515-2609

sigurdur@tm.is


Frettatilkynning um afkomu TM 2F 2015.pdf
Skipurit TM 01082015.pdf
Tryggingamistoin hf. Samandreginn arshlutareikningur 30 06 2015.pdf