Icelandic
Birt: 2015-08-13 18:38:02 CEST
Hafnarfjarðarkaupstaður
Reikningsskil

Árshlutareikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 1. janúar til 30. júní 2015

Rekstrarniðurstaða fyrstu sex mánuði ársins var neikvæð um 389 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir um 80 milljóna króna halla á tímabilinu. Þetta frávik má rekja til ófyrirsjáanlegrar endurgreiðslu á eftirágreiddu útsvari að fjárhæð um 400 milljónir króna. Aðrar tekjur eru yfir áætlunum vegna söluhagnaðar hlutabréfa í HS Veitum hf. Rekstur málaflokka var í takt við áætlanir.

Vegna ofangreinds fráviks og fyrirsjáanlegra áhrifa af breyttu starfsmati, sem mun hafa í för með sér útgjaldaaukningu að andvirði um 200 milljóna króna, er ljóst að erfitt verður að ná áætlunum ársins um jákvæða rekstrarafkomu að fjárhæð 219 milljónir króna.

Hafnarfjarðarkaupstaður mun leggja ríka áherslu á aðhald í rekstri og eins og fram hefur komið í tilkynningum er verið að vinna að umbótaráætlun til að bæta reksturinn en áhrifa hennar mun ekki gæta nema að óverulegu leyti á árinu 2015.

HUG#1945532


Arshlutareikningur Hafnarfjararkaupstaar 1. januar til 30. juni 2015.pdf